„Mér finnst bara heimskulegt að vera ekki femínisti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2018 10:30 Þorsteinn V. er í framboði fyrir VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þröstur Már Bjarnason Undanfarna viku hafa fjölmargir karlmenn deilt sögum úr sínu lífi á netinu í umræðu um karlmennsku. Forsprakki umræðunnar heitir Þorsteinn V. Einarsson og segir hann augljóst að umræðan sé þörf. „Umræðan snýst um að taka umræðuna um þessa ótrúlega þröngu skilgreiningu um karlmennskuna og þennan þrönga ramma sem karlmenn mega vera innan,“ segir Þorsteinn í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hvatti karlmenn til að stíga fram og deila reynslu sinni að búa við þetta heftaða kynjaða kerfi. Kerfi sem lýsir sér þannig að sem strákur veistu nákvæmlega til hvers er ætlast af þér, eða kannski frekar þú veist nákvæmlega til hvers er ekki ætlast af þér.“ Þorsteinn segir að umræðan hafi sýnt það að karlmenn megi ekki vera stelpulegir eða hommalegir. „Við megum ekki sýna tilfinningar, við megum ekki vera of mjúkir. Við eigum samt að vera nærgætnir, en ekki of nærgætnir eða of einlægir. Ef við höldum áfram að tala um þessa hluti þá held ég að við komumst á þann stað að menn bara upplifi frelsi og viti hvað þeir vilji vera. Rannsóknir sýna að karlmenn eru óöruggir með það til hvers sé ætlast af þeim.“ Þorsteinn hefur talað um eitraða karlmennsku og skaðlega karlmennsku í tengslum við málið.Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Þorstein í gær.„Fyrir mér er skaðleg karlmennska það að ég megi ekki eða geti ekki sýnt ákveðna hegðun eða litið ákveðið út. Sögurnar eru að draga þetta fram. Eitruð karlmennska er fyrir mér að mega ekki vera eitthvað ákveðið og þurfa vera eitthvað ákveðið. Tilfinningalaus, sterkbyggður, hávaxinn, með stórt typpi og gagnkynhneigður.“ Hann segir að til mynda hafi borið á sögum að menn hafi verið lagðir í einelti fyrir það eitt að hafa ekki áhuga á fótbolta. „Áhugi manna á því að æfa fimleika eða dans fjaraði út vegna rótgróinnar kvenfyrirlitningar af því að við erum einhvern veginn þannig að við fyrirlítum stráka sem aðhyllast hluti sem teljast sem kvenlegir.“ Þorsteinn lék lengi vel knattspyrnu með ÍR en hvernig fer maður úr fótboltanum yfir í femínismann? „Ég hef unnið í félagsmiðstöð síðan 2006 og hef fengið ansi gott uppeldi frá ÍTR og núna SFS hjá Reykjavíkurborg í svona samfélagsumræðunni. Það er klárlega eitt atvik sem verður til þess að ég fer að kalla mig femínista. Ég naglalakka mig, ásamt nokkrum unglingsstrákum, í félagsmiðstöðinni fyrir fjórum árum síðan og held naglalakkinu á mér yfir ákveðinn tíma. Athugasemdirnar og þessi tilfinning sem ég fékk fyrir það að vera með naglalakk á mér yfir ákveðinn tíma fékk mig til að hugsa.“ Hann segir að fólk hafi líkt honum við konu. „Eins og það væri neikvætt. Og fólk spurði mig hvort ég væri að koma út úr skápnum. Fékk hæðnisathugasemdir stútfullar af kvenfyrirlitningu og hommafóbíu og mér leið svo illa að vera þarna. Ég fer í femínismann út frá þessu en var mjög lengi að byrja kalla mig femínista, af því að mér fannst það allt of kvenlegt orð.“ Þorsteinn er í 3. sæti á lista VG fyrir Borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Ég valdi meðal annars Vinstri Græna vegna stefnu þeirra í tengslum við femínisma. Mér finnst bara heimskulegt að vera ekki femínisti.“#karlmennskan Tweets Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Undanfarna viku hafa fjölmargir karlmenn deilt sögum úr sínu lífi á netinu í umræðu um karlmennsku. Forsprakki umræðunnar heitir Þorsteinn V. Einarsson og segir hann augljóst að umræðan sé þörf. „Umræðan snýst um að taka umræðuna um þessa ótrúlega þröngu skilgreiningu um karlmennskuna og þennan þrönga ramma sem karlmenn mega vera innan,“ segir Þorsteinn í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hvatti karlmenn til að stíga fram og deila reynslu sinni að búa við þetta heftaða kynjaða kerfi. Kerfi sem lýsir sér þannig að sem strákur veistu nákvæmlega til hvers er ætlast af þér, eða kannski frekar þú veist nákvæmlega til hvers er ekki ætlast af þér.“ Þorsteinn segir að umræðan hafi sýnt það að karlmenn megi ekki vera stelpulegir eða hommalegir. „Við megum ekki sýna tilfinningar, við megum ekki vera of mjúkir. Við eigum samt að vera nærgætnir, en ekki of nærgætnir eða of einlægir. Ef við höldum áfram að tala um þessa hluti þá held ég að við komumst á þann stað að menn bara upplifi frelsi og viti hvað þeir vilji vera. Rannsóknir sýna að karlmenn eru óöruggir með það til hvers sé ætlast af þeim.“ Þorsteinn hefur talað um eitraða karlmennsku og skaðlega karlmennsku í tengslum við málið.Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Þorstein í gær.„Fyrir mér er skaðleg karlmennska það að ég megi ekki eða geti ekki sýnt ákveðna hegðun eða litið ákveðið út. Sögurnar eru að draga þetta fram. Eitruð karlmennska er fyrir mér að mega ekki vera eitthvað ákveðið og þurfa vera eitthvað ákveðið. Tilfinningalaus, sterkbyggður, hávaxinn, með stórt typpi og gagnkynhneigður.“ Hann segir að til mynda hafi borið á sögum að menn hafi verið lagðir í einelti fyrir það eitt að hafa ekki áhuga á fótbolta. „Áhugi manna á því að æfa fimleika eða dans fjaraði út vegna rótgróinnar kvenfyrirlitningar af því að við erum einhvern veginn þannig að við fyrirlítum stráka sem aðhyllast hluti sem teljast sem kvenlegir.“ Þorsteinn lék lengi vel knattspyrnu með ÍR en hvernig fer maður úr fótboltanum yfir í femínismann? „Ég hef unnið í félagsmiðstöð síðan 2006 og hef fengið ansi gott uppeldi frá ÍTR og núna SFS hjá Reykjavíkurborg í svona samfélagsumræðunni. Það er klárlega eitt atvik sem verður til þess að ég fer að kalla mig femínista. Ég naglalakka mig, ásamt nokkrum unglingsstrákum, í félagsmiðstöðinni fyrir fjórum árum síðan og held naglalakkinu á mér yfir ákveðinn tíma. Athugasemdirnar og þessi tilfinning sem ég fékk fyrir það að vera með naglalakk á mér yfir ákveðinn tíma fékk mig til að hugsa.“ Hann segir að fólk hafi líkt honum við konu. „Eins og það væri neikvætt. Og fólk spurði mig hvort ég væri að koma út úr skápnum. Fékk hæðnisathugasemdir stútfullar af kvenfyrirlitningu og hommafóbíu og mér leið svo illa að vera þarna. Ég fer í femínismann út frá þessu en var mjög lengi að byrja kalla mig femínista, af því að mér fannst það allt of kvenlegt orð.“ Þorsteinn er í 3. sæti á lista VG fyrir Borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Ég valdi meðal annars Vinstri Græna vegna stefnu þeirra í tengslum við femínisma. Mér finnst bara heimskulegt að vera ekki femínisti.“#karlmennskan Tweets
Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira