Freistandi að skila Dönum ekki lánuðum handritum aftur Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2018 19:30 Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar þegar tvö merkustu handrit Íslendinga sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn komu til landsins í dag í fyrsta skipti frá því á sautjándu öld. Menn úr sérsveit Ríkislögreglustjóra tóku á móti flutningsmönnum handritanna sem voru með þau í sérútbúnum töskum. Tveir starfsmennn Árnastofnunar komu til landsins frá Kaupmannahöfn í dag með tvö merkustu handrit Íslendinga, Reykjajabók Njálu og Ormsbók, eitt höfuðhandrita Snorra Eddu þar sem bæði lögregla og sérsveitarmenn tóku á móti þeim og óku til Reykjavíkur. En það var öllu meiri þjóðhátíðarstemming í Reykjavík hinn 21. apríl 1971 þegar danska varðskipið Vædderen kom með fyrstu handritin til Íslands. Öll var flaggað til í borginni, forsætisráðherrann og önnur fyrirmenni voru mætt á bryggjuna til að verða vitni að því þegar þessar þjóðargersemar komu loks aftur heim. Flóknar og langar viðræður höfðu átt sér stað milli íslenskra og danskra yfirvalda um afhendingu stórs hluta handritanna en þegar stóra stundin rann upp í Háskólabíói þar sem Helge Larsen kennslumálaráðherra Danmerkur afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni þáverandi menntamálaráðherra fyrstu bækurnar þurfti ekki að hafa um það mörg orð.Það var mikið um dýrðir þegar handritin komu heim á síðustu öld.Vísir„Gjörðu svo vel, Flateyjarbókin,” sagði Larsen og Gylfi svaraði einfaldlega með því að segja „takk” við mikinn fögnuð Kristjáns Eldjárns forseta Íslands og allra annarra í Háskólabíói.Og nú 47 árum síðar er mikið haft við þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók sem hefur meðal annars að geyma elstu skrifuðu heimildir um íslenskuna koma aftur til landsins í fyrsta sinn frá því á sautjándu öld. En þessar gersemar verða til sýnis ásamt öðrum handritum á sýningu í Listasafni Íslands í tilefni hundrað ára afmælis fullveldisins.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, var geinilega snortin þegar hún handlék þetta þrettándu aldar handrit Njálssögu í fyrsta sinn.„Ég hef skrifað töluvert um hana samt. Því hún er náttúrlega til á mynd og við höfum notað myndir af henni. Vegna þess að ég hef líka rannsakað vísurnar og maður fær einhver veginn fyrir hjartað að sjá hana. Hún er líka mjög falleg, sjáið þið, sjáið hvað það er fallegt bandið á henni,” sagði Guðrún meðan hún dáðist að handritinu.Danir skiluðu handritunum árið 1971.VísirEn þessi elsta útgáfa Njálu inniheldur meðal annars kveðskap sem algengustu útgefnu útgáfur innihalda ekki. Guðrún telur að það myndi ekki taka langan tíma fyrir nútíma Íslendinga að venjast rithöndinni og styttingum til að ná að lesa þessi fornu handrit, sem enn eigi erindi. „Já, ég held að krakkarnir myndu getað byrjað að stauta sig fram og lesið. Við skiljum textann. Við skiljum orðin og það hjálpar mikið þegar við erum að lesa,” segir Guðrún. Þá njóti forn sagnaheimur mikilla vinsælda um þessar mundir einis og sjáist til dæmis á vinsældum Game of Thrones. Nú þegar þú hefur þessar gersemar fyrir framan þig er þá ekki freistandi að skila þeim einfaldlega ekki aftur? „Jú það er mjög freistandi. Ég viðurkenni það, ég verð að segja það alveg heiðarlega. En þau eru bara komin í heimsókn. Við fengum þau bara að láni. En við erum mjög glöð því þetta er auðvitað einstakur viðburður,” segir Guðrún Nordal. Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. 5. júlí 2018 14:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar þegar tvö merkustu handrit Íslendinga sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn komu til landsins í dag í fyrsta skipti frá því á sautjándu öld. Menn úr sérsveit Ríkislögreglustjóra tóku á móti flutningsmönnum handritanna sem voru með þau í sérútbúnum töskum. Tveir starfsmennn Árnastofnunar komu til landsins frá Kaupmannahöfn í dag með tvö merkustu handrit Íslendinga, Reykjajabók Njálu og Ormsbók, eitt höfuðhandrita Snorra Eddu þar sem bæði lögregla og sérsveitarmenn tóku á móti þeim og óku til Reykjavíkur. En það var öllu meiri þjóðhátíðarstemming í Reykjavík hinn 21. apríl 1971 þegar danska varðskipið Vædderen kom með fyrstu handritin til Íslands. Öll var flaggað til í borginni, forsætisráðherrann og önnur fyrirmenni voru mætt á bryggjuna til að verða vitni að því þegar þessar þjóðargersemar komu loks aftur heim. Flóknar og langar viðræður höfðu átt sér stað milli íslenskra og danskra yfirvalda um afhendingu stórs hluta handritanna en þegar stóra stundin rann upp í Háskólabíói þar sem Helge Larsen kennslumálaráðherra Danmerkur afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni þáverandi menntamálaráðherra fyrstu bækurnar þurfti ekki að hafa um það mörg orð.Það var mikið um dýrðir þegar handritin komu heim á síðustu öld.Vísir„Gjörðu svo vel, Flateyjarbókin,” sagði Larsen og Gylfi svaraði einfaldlega með því að segja „takk” við mikinn fögnuð Kristjáns Eldjárns forseta Íslands og allra annarra í Háskólabíói.Og nú 47 árum síðar er mikið haft við þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók sem hefur meðal annars að geyma elstu skrifuðu heimildir um íslenskuna koma aftur til landsins í fyrsta sinn frá því á sautjándu öld. En þessar gersemar verða til sýnis ásamt öðrum handritum á sýningu í Listasafni Íslands í tilefni hundrað ára afmælis fullveldisins.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, var geinilega snortin þegar hún handlék þetta þrettándu aldar handrit Njálssögu í fyrsta sinn.„Ég hef skrifað töluvert um hana samt. Því hún er náttúrlega til á mynd og við höfum notað myndir af henni. Vegna þess að ég hef líka rannsakað vísurnar og maður fær einhver veginn fyrir hjartað að sjá hana. Hún er líka mjög falleg, sjáið þið, sjáið hvað það er fallegt bandið á henni,” sagði Guðrún meðan hún dáðist að handritinu.Danir skiluðu handritunum árið 1971.VísirEn þessi elsta útgáfa Njálu inniheldur meðal annars kveðskap sem algengustu útgefnu útgáfur innihalda ekki. Guðrún telur að það myndi ekki taka langan tíma fyrir nútíma Íslendinga að venjast rithöndinni og styttingum til að ná að lesa þessi fornu handrit, sem enn eigi erindi. „Já, ég held að krakkarnir myndu getað byrjað að stauta sig fram og lesið. Við skiljum textann. Við skiljum orðin og það hjálpar mikið þegar við erum að lesa,” segir Guðrún. Þá njóti forn sagnaheimur mikilla vinsælda um þessar mundir einis og sjáist til dæmis á vinsældum Game of Thrones. Nú þegar þú hefur þessar gersemar fyrir framan þig er þá ekki freistandi að skila þeim einfaldlega ekki aftur? „Jú það er mjög freistandi. Ég viðurkenni það, ég verð að segja það alveg heiðarlega. En þau eru bara komin í heimsókn. Við fengum þau bara að láni. En við erum mjög glöð því þetta er auðvitað einstakur viðburður,” segir Guðrún Nordal.
Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. 5. júlí 2018 14:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58
Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. 5. júlí 2018 14:39