Freistandi að skila Dönum ekki lánuðum handritum aftur Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2018 19:30 Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar þegar tvö merkustu handrit Íslendinga sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn komu til landsins í dag í fyrsta skipti frá því á sautjándu öld. Menn úr sérsveit Ríkislögreglustjóra tóku á móti flutningsmönnum handritanna sem voru með þau í sérútbúnum töskum. Tveir starfsmennn Árnastofnunar komu til landsins frá Kaupmannahöfn í dag með tvö merkustu handrit Íslendinga, Reykjajabók Njálu og Ormsbók, eitt höfuðhandrita Snorra Eddu þar sem bæði lögregla og sérsveitarmenn tóku á móti þeim og óku til Reykjavíkur. En það var öllu meiri þjóðhátíðarstemming í Reykjavík hinn 21. apríl 1971 þegar danska varðskipið Vædderen kom með fyrstu handritin til Íslands. Öll var flaggað til í borginni, forsætisráðherrann og önnur fyrirmenni voru mætt á bryggjuna til að verða vitni að því þegar þessar þjóðargersemar komu loks aftur heim. Flóknar og langar viðræður höfðu átt sér stað milli íslenskra og danskra yfirvalda um afhendingu stórs hluta handritanna en þegar stóra stundin rann upp í Háskólabíói þar sem Helge Larsen kennslumálaráðherra Danmerkur afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni þáverandi menntamálaráðherra fyrstu bækurnar þurfti ekki að hafa um það mörg orð.Það var mikið um dýrðir þegar handritin komu heim á síðustu öld.Vísir„Gjörðu svo vel, Flateyjarbókin,” sagði Larsen og Gylfi svaraði einfaldlega með því að segja „takk” við mikinn fögnuð Kristjáns Eldjárns forseta Íslands og allra annarra í Háskólabíói.Og nú 47 árum síðar er mikið haft við þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók sem hefur meðal annars að geyma elstu skrifuðu heimildir um íslenskuna koma aftur til landsins í fyrsta sinn frá því á sautjándu öld. En þessar gersemar verða til sýnis ásamt öðrum handritum á sýningu í Listasafni Íslands í tilefni hundrað ára afmælis fullveldisins.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, var geinilega snortin þegar hún handlék þetta þrettándu aldar handrit Njálssögu í fyrsta sinn.„Ég hef skrifað töluvert um hana samt. Því hún er náttúrlega til á mynd og við höfum notað myndir af henni. Vegna þess að ég hef líka rannsakað vísurnar og maður fær einhver veginn fyrir hjartað að sjá hana. Hún er líka mjög falleg, sjáið þið, sjáið hvað það er fallegt bandið á henni,” sagði Guðrún meðan hún dáðist að handritinu.Danir skiluðu handritunum árið 1971.VísirEn þessi elsta útgáfa Njálu inniheldur meðal annars kveðskap sem algengustu útgefnu útgáfur innihalda ekki. Guðrún telur að það myndi ekki taka langan tíma fyrir nútíma Íslendinga að venjast rithöndinni og styttingum til að ná að lesa þessi fornu handrit, sem enn eigi erindi. „Já, ég held að krakkarnir myndu getað byrjað að stauta sig fram og lesið. Við skiljum textann. Við skiljum orðin og það hjálpar mikið þegar við erum að lesa,” segir Guðrún. Þá njóti forn sagnaheimur mikilla vinsælda um þessar mundir einis og sjáist til dæmis á vinsældum Game of Thrones. Nú þegar þú hefur þessar gersemar fyrir framan þig er þá ekki freistandi að skila þeim einfaldlega ekki aftur? „Jú það er mjög freistandi. Ég viðurkenni það, ég verð að segja það alveg heiðarlega. En þau eru bara komin í heimsókn. Við fengum þau bara að láni. En við erum mjög glöð því þetta er auðvitað einstakur viðburður,” segir Guðrún Nordal. Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. 5. júlí 2018 14:39 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar þegar tvö merkustu handrit Íslendinga sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn komu til landsins í dag í fyrsta skipti frá því á sautjándu öld. Menn úr sérsveit Ríkislögreglustjóra tóku á móti flutningsmönnum handritanna sem voru með þau í sérútbúnum töskum. Tveir starfsmennn Árnastofnunar komu til landsins frá Kaupmannahöfn í dag með tvö merkustu handrit Íslendinga, Reykjajabók Njálu og Ormsbók, eitt höfuðhandrita Snorra Eddu þar sem bæði lögregla og sérsveitarmenn tóku á móti þeim og óku til Reykjavíkur. En það var öllu meiri þjóðhátíðarstemming í Reykjavík hinn 21. apríl 1971 þegar danska varðskipið Vædderen kom með fyrstu handritin til Íslands. Öll var flaggað til í borginni, forsætisráðherrann og önnur fyrirmenni voru mætt á bryggjuna til að verða vitni að því þegar þessar þjóðargersemar komu loks aftur heim. Flóknar og langar viðræður höfðu átt sér stað milli íslenskra og danskra yfirvalda um afhendingu stórs hluta handritanna en þegar stóra stundin rann upp í Háskólabíói þar sem Helge Larsen kennslumálaráðherra Danmerkur afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni þáverandi menntamálaráðherra fyrstu bækurnar þurfti ekki að hafa um það mörg orð.Það var mikið um dýrðir þegar handritin komu heim á síðustu öld.Vísir„Gjörðu svo vel, Flateyjarbókin,” sagði Larsen og Gylfi svaraði einfaldlega með því að segja „takk” við mikinn fögnuð Kristjáns Eldjárns forseta Íslands og allra annarra í Háskólabíói.Og nú 47 árum síðar er mikið haft við þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók sem hefur meðal annars að geyma elstu skrifuðu heimildir um íslenskuna koma aftur til landsins í fyrsta sinn frá því á sautjándu öld. En þessar gersemar verða til sýnis ásamt öðrum handritum á sýningu í Listasafni Íslands í tilefni hundrað ára afmælis fullveldisins.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, var geinilega snortin þegar hún handlék þetta þrettándu aldar handrit Njálssögu í fyrsta sinn.„Ég hef skrifað töluvert um hana samt. Því hún er náttúrlega til á mynd og við höfum notað myndir af henni. Vegna þess að ég hef líka rannsakað vísurnar og maður fær einhver veginn fyrir hjartað að sjá hana. Hún er líka mjög falleg, sjáið þið, sjáið hvað það er fallegt bandið á henni,” sagði Guðrún meðan hún dáðist að handritinu.Danir skiluðu handritunum árið 1971.VísirEn þessi elsta útgáfa Njálu inniheldur meðal annars kveðskap sem algengustu útgefnu útgáfur innihalda ekki. Guðrún telur að það myndi ekki taka langan tíma fyrir nútíma Íslendinga að venjast rithöndinni og styttingum til að ná að lesa þessi fornu handrit, sem enn eigi erindi. „Já, ég held að krakkarnir myndu getað byrjað að stauta sig fram og lesið. Við skiljum textann. Við skiljum orðin og það hjálpar mikið þegar við erum að lesa,” segir Guðrún. Þá njóti forn sagnaheimur mikilla vinsælda um þessar mundir einis og sjáist til dæmis á vinsældum Game of Thrones. Nú þegar þú hefur þessar gersemar fyrir framan þig er þá ekki freistandi að skila þeim einfaldlega ekki aftur? „Jú það er mjög freistandi. Ég viðurkenni það, ég verð að segja það alveg heiðarlega. En þau eru bara komin í heimsókn. Við fengum þau bara að láni. En við erum mjög glöð því þetta er auðvitað einstakur viðburður,” segir Guðrún Nordal.
Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. 5. júlí 2018 14:39 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58
Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. 5. júlí 2018 14:39
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels