Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 23:57 Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra. Mynd úr einkasafni Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. Guðbergur velti þessu upp í kjölfar banaslyss sem varð á Reykjanesbrautinni til móts við Vallahverfi í morgun. Erlendur ferðamaður lét lífið í slysinu.Trúir ekki á svona aðgerðir „Ég trúi ekki á svona aðgerðir,“ segir Ísak Ernir í færslu á Facebook í kvöld. „Frá því að við Guðbergur Reynisson stofnuðum þrýstihópinn „Stopp, hingað og ekki lengra” hefur hópurinn náð eftirtektarverðum árángri í að bæta umferðaröryggi a Reykjanesbraut! Frá upphafi hafa verið uppi háværar raddir um að fara í lokanir á Reykjanesbrautinni til þess eins að vekja athygli á málstaðnum. Ég hef alla tíð og er enn algjörlega mótfallinn svoleiðis aðgerðum enda hefur málefni Reykjanesbrautar verið í brennidepli! Við höfum náð árangri þó fullnaðarsigrinum hafi enn ekki verið náð,“ segir Ísak Ernir.Reykjanesbraut.Vísir/VilhelmHeitar umræður spruttu upp á Facebook-síðu hópsins í dag og sagði Guðbergur í samtali við RÚV að róttækar aðgerðir virðast vera „eina leiðin til að ná eyrum ráðamanna“.Óánægður með samgönguáætlun Ísak kveðst þessu ósammála. „Stöndum saman og vinnum málin á eðlilegan máta: í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna. Samgönguáætlun er til umfjöllunnar á Alþingi og er ekki útséð með að henni verði breytt okkur til hagsbóta! Það skal þó skýrt tekið fram að samgönguáætlun Sigurðar Inga olli mér MIKLUM vonbrigðum! Áætlun með kolrangri forgangsröðun!“ Í samgönguáætlun ríkisstjórnar hefur tvöföldun Reykjanesbrautar verið sett á fimmtán ára áætlun. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. Guðbergur velti þessu upp í kjölfar banaslyss sem varð á Reykjanesbrautinni til móts við Vallahverfi í morgun. Erlendur ferðamaður lét lífið í slysinu.Trúir ekki á svona aðgerðir „Ég trúi ekki á svona aðgerðir,“ segir Ísak Ernir í færslu á Facebook í kvöld. „Frá því að við Guðbergur Reynisson stofnuðum þrýstihópinn „Stopp, hingað og ekki lengra” hefur hópurinn náð eftirtektarverðum árángri í að bæta umferðaröryggi a Reykjanesbraut! Frá upphafi hafa verið uppi háværar raddir um að fara í lokanir á Reykjanesbrautinni til þess eins að vekja athygli á málstaðnum. Ég hef alla tíð og er enn algjörlega mótfallinn svoleiðis aðgerðum enda hefur málefni Reykjanesbrautar verið í brennidepli! Við höfum náð árangri þó fullnaðarsigrinum hafi enn ekki verið náð,“ segir Ísak Ernir.Reykjanesbraut.Vísir/VilhelmHeitar umræður spruttu upp á Facebook-síðu hópsins í dag og sagði Guðbergur í samtali við RÚV að róttækar aðgerðir virðast vera „eina leiðin til að ná eyrum ráðamanna“.Óánægður með samgönguáætlun Ísak kveðst þessu ósammála. „Stöndum saman og vinnum málin á eðlilegan máta: í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna. Samgönguáætlun er til umfjöllunnar á Alþingi og er ekki útséð með að henni verði breytt okkur til hagsbóta! Það skal þó skýrt tekið fram að samgönguáætlun Sigurðar Inga olli mér MIKLUM vonbrigðum! Áætlun með kolrangri forgangsröðun!“ Í samgönguáætlun ríkisstjórnar hefur tvöföldun Reykjanesbrautar verið sett á fimmtán ára áætlun.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15
Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34