Viðskipti innlent

Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ísak Ernir Kristinsson hefur verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins um árabil.
Ísak Ernir Kristinsson hefur verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins um árabil. Mynd úr einkasafni

Ísak Ernir Kristinsson, körfuboltadómari og flugþjónn, hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Stundin greinir frá.

Ísak tekur við stjórnarformennskunni af Georgi Brynjarssyni hagfræðingi sem var skipaður formaður stjórnar árið 2017 þegar Benedikt Jóhannesson tók við lyklunum að fjármálaráðuneytinu. Georg var einn af stofnendum Viðreisnar. Sagði Benedikt að til stæði að leggja starfsemi Kadeco niður hvað varðaði sölu eigna, þær væru svo til allar seldar.

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og Sjálfstæðismaður, var skipaður formaður stjórnar árið 2014 af Árna Sigfússyni, þáverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Mánaðarlaun stjórnarformanns Kadeco hafa verði 270 þúsund krónur undanfarin ár.

Þekkir ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins út og inn

Ísak er 24 ára, nemi í viðskiptafræði sem hefur rekið gistiheimili í Reykjanesbæ ásamt fjölskyldu sinni. Hann hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá sextán ára aldri þar sem hann hefur meðal annars verið formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, og átt sæti í stjórn SUS. Þá var hann varabæjarfulltrúi hjá flokknum í Reykjanesbæ á nýloknu kjörtímabili.

Félagið Kadeco var stofnað 24. október 2006 í kjölfar lokunar Bandaríkjahers á herstöð sinni við Keflavíkurflugvöll í þeim tilgangi að taka við þeim eignum sem ekki yrðu nýttar áfram til flugvallarreksturs eða í öryggissamstarfi Norður-Atlantshafsbandalagsins.

„Markmið og tilgangur Kadeco er að leiða þróun og umbreytingu á þessum eignum og landi sem Varnarliðið skildi eftir sig til borgaralegra nota. Í því felst meðal annars nauðsynleg undirbúningsvinna, svo sem úttekt á svæði og mannvirkjum ásamt þróunar- og vaxtarmöguleikum þess í samráði við þá aðila sem hafa hagsmuna að gæta,“ segir á heimasíðu Kadeco.

Ísak hefur getið sér gott orð sem körfuboltadómari hér á landi. Hann er sonur Kristins Óskarssonar, eins reyndasta dómara landsins.


Tengdar fréttir

Heiðar Guðjónsson með 400 milljónir í fasteignaverkefni á Reykjanesi

Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem á fjölda íbúða og eigna á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti eignir af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.