Brugghúsin sýna sig og sjá aðra Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Það verður heljarinnar fjör á Kex næstu daga. Vísir Í dag hefst hin árlega íslenska bjórhátíð á Kexi Hosteli sem Kex Brewing heldur. Hátíðin er haldin í tilefni af 29 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. Kex Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram. Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendum brugghúsum og hefur fjöldi brugghúsa aldrei verið meiri. Fjöldi nýrra íslenskra brugghúsa hefur aldrei verið eins mikill og í ár og eru brugghúsin Austri, Beljandi, Jón Ríki, Lady Brewery, Malbygg, Mono, Öldur, Ölverk, ÖR Brewing Project og Ægisgarður allt Brugghús sem eru ný og hafa ekki tekið þátt áður. Á hátíðinni er boðið upp á bjórvænan mat og fjölbreytt tónlistaratriði í þrjá daga af þeim Margréti Erlu Maack frá Reykjavík Kabarett, Emmsjé Gauta og Prins Póló. Tilgangur hinnar Íslensku bjórhátíðar er að efla og ýta undir innlenda og erlenda bjórmenningu, stuðla að bættum drykkjuháttum Íslendinga og efla fræðslu almennings á framleiðslu og kynningu á handverksbjórum úr hágæða hráefni. Bjórhátíðin hefur það einnig að markmiði sínu að tengja bjór beint við mat og hvers konar matargerð þar sem þessi tvö hugtök eru náskyld og eiga vel saman. Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hún stækkað ár hvert og er enn fremur ætlað að koma Reykjavík í undirmeðvitund alþjóðlegs bjóráhugafólks og bruggara um allan heim á komandi árum. Þess má geta að 14 af brugghúsunum eru á lista heimasíðunnar RateBeer.com yfir 100 bestu Brugghús heims.Brugghúsin sem taka þátt: 18th Street Brewery, Aslin Beer Co., Austri, Barr, Beavertown Brewery, Beljandi, Black Project Spontaneous & Wild Ales, Bokkereyder, Borg Brugghús, Brewing Költur, Brewski, Brothers Brewery, BRUS, Civil Society Brewing Co, Cloudwater Brew Co., Collective Arts Brewing, Cycle Brewing, Einstök, Fonta Flora Brewery, de Garde Brewing, Garage Beer Co., Half Acre Beer Company, J. Wakefield Brewing, Járn og Gler / Malbygg, Jón Ríki, KEX Brewing, Lady Brewery, Lamplighter Brewing Co., Lord Hobo Brewing Company, Mantra Artisan Ales, Mikkeller, O/O Brewing, Mono, Half Brewing Co.People Like Us, Prairie Artisan Ales, Reykjavík Brewing Company, Smiðjan, Speciation Artisan Ales, Surly Brewing Company To Øl, Transient Artisan Ales, Vífilfell, Voodoo Brewing Co., Warpigs, Ægisgarður, Öldur, Ölvisholt, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Ölverk og ÖR Brewing Project. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Í dag hefst hin árlega íslenska bjórhátíð á Kexi Hosteli sem Kex Brewing heldur. Hátíðin er haldin í tilefni af 29 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. Kex Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram. Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendum brugghúsum og hefur fjöldi brugghúsa aldrei verið meiri. Fjöldi nýrra íslenskra brugghúsa hefur aldrei verið eins mikill og í ár og eru brugghúsin Austri, Beljandi, Jón Ríki, Lady Brewery, Malbygg, Mono, Öldur, Ölverk, ÖR Brewing Project og Ægisgarður allt Brugghús sem eru ný og hafa ekki tekið þátt áður. Á hátíðinni er boðið upp á bjórvænan mat og fjölbreytt tónlistaratriði í þrjá daga af þeim Margréti Erlu Maack frá Reykjavík Kabarett, Emmsjé Gauta og Prins Póló. Tilgangur hinnar Íslensku bjórhátíðar er að efla og ýta undir innlenda og erlenda bjórmenningu, stuðla að bættum drykkjuháttum Íslendinga og efla fræðslu almennings á framleiðslu og kynningu á handverksbjórum úr hágæða hráefni. Bjórhátíðin hefur það einnig að markmiði sínu að tengja bjór beint við mat og hvers konar matargerð þar sem þessi tvö hugtök eru náskyld og eiga vel saman. Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hún stækkað ár hvert og er enn fremur ætlað að koma Reykjavík í undirmeðvitund alþjóðlegs bjóráhugafólks og bruggara um allan heim á komandi árum. Þess má geta að 14 af brugghúsunum eru á lista heimasíðunnar RateBeer.com yfir 100 bestu Brugghús heims.Brugghúsin sem taka þátt: 18th Street Brewery, Aslin Beer Co., Austri, Barr, Beavertown Brewery, Beljandi, Black Project Spontaneous & Wild Ales, Bokkereyder, Borg Brugghús, Brewing Költur, Brewski, Brothers Brewery, BRUS, Civil Society Brewing Co, Cloudwater Brew Co., Collective Arts Brewing, Cycle Brewing, Einstök, Fonta Flora Brewery, de Garde Brewing, Garage Beer Co., Half Acre Beer Company, J. Wakefield Brewing, Járn og Gler / Malbygg, Jón Ríki, KEX Brewing, Lady Brewery, Lamplighter Brewing Co., Lord Hobo Brewing Company, Mantra Artisan Ales, Mikkeller, O/O Brewing, Mono, Half Brewing Co.People Like Us, Prairie Artisan Ales, Reykjavík Brewing Company, Smiðjan, Speciation Artisan Ales, Surly Brewing Company To Øl, Transient Artisan Ales, Vífilfell, Voodoo Brewing Co., Warpigs, Ægisgarður, Öldur, Ölvisholt, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Ölverk og ÖR Brewing Project.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira