Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2018 11:33 Nemendur gripu margir hverjir í tómt þegar kveikt var á tölvunum í morgun. Vísir/Vilhelm Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins þrír nemendur af 47 í Vatnsendaskóla í Kópavogi gátu lokið prófinu. Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Áttu prófin að byrja klukkan níu en fljótlega fór að bera á vandamálum. Í samtali við Vísi segir Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í Kópavog, að sumir hafi komist inn í prófið, aðrir ekki. „Annaðhvort komust nemendur ekki inn, nokkrir komust inn og gátu byrjað að svara en svo lokaðist prófið. Hjá okkur gátu einungis þrír lokið prófinu,“ segir Guðrún Soffía en alls áttu 47 nemendur skólans að þreyta prófið í dag.Látið var vita af vandanum á Facebook-síðu Menntamálastofnunar og þar er birtur tölvupóstur sem sendur var á skólastjórnendur vegna vandamálanna sem komu upp. „Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna,“ segir í tölvupóstinum. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að heimila skólum að taka ákvörðun hvort fresta ætti próftöku og að sums staðar gangi próftaka vel. Segir Guðrún að í Vatnsendaskóla hafi verið tekin ákvörðun um að fresta prófinu en margir nemendur höfðu þá beðið í um 90 mínútur eftir að komast inn í prófið. Ákvörðun verður tekin á næstu dögum hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið aftur fyrir en samræmd próf í stærðfræði og ensku eru áfram á dagskrá á morgun og föstudag. Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Efnahagsmálin efst á lista næsta þingvetur Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Sjá meira
Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins þrír nemendur af 47 í Vatnsendaskóla í Kópavogi gátu lokið prófinu. Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Áttu prófin að byrja klukkan níu en fljótlega fór að bera á vandamálum. Í samtali við Vísi segir Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í Kópavog, að sumir hafi komist inn í prófið, aðrir ekki. „Annaðhvort komust nemendur ekki inn, nokkrir komust inn og gátu byrjað að svara en svo lokaðist prófið. Hjá okkur gátu einungis þrír lokið prófinu,“ segir Guðrún Soffía en alls áttu 47 nemendur skólans að þreyta prófið í dag.Látið var vita af vandanum á Facebook-síðu Menntamálastofnunar og þar er birtur tölvupóstur sem sendur var á skólastjórnendur vegna vandamálanna sem komu upp. „Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna,“ segir í tölvupóstinum. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að heimila skólum að taka ákvörðun hvort fresta ætti próftöku og að sums staðar gangi próftaka vel. Segir Guðrún að í Vatnsendaskóla hafi verið tekin ákvörðun um að fresta prófinu en margir nemendur höfðu þá beðið í um 90 mínútur eftir að komast inn í prófið. Ákvörðun verður tekin á næstu dögum hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið aftur fyrir en samræmd próf í stærðfræði og ensku eru áfram á dagskrá á morgun og föstudag.
Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Efnahagsmálin efst á lista næsta þingvetur Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Sjá meira