Sakaður um daglegt ofbeldi af öllum toga en segist stundum slá frá sér í svefni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2018 15:14 Konan lýsir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu mannsins í vel á annað ár.Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann og brottvísun karlmanns af heimili sínu. Maðurinn er sakaður um að hafa undanfarin tæp tvö ár, í kjölfar þess að eiginkona hans flutti til Íslands, beitt hana svo til daglegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hafi hann ítrekað hótað henni lífláti, nánast daglega beitt hana líkamlegu ofbeldi þar sem hann hafi m.a. veist að andliti og líkama með höggum og spörkum og auk þess beitt hana nánast daglegu kynferðislegu ofbeldi þar sem hann hafi ítrekað neytt hana til kynferðismaka um munn, leggöng og endaþarm. Þá hafi hún einnig lýst að kærði hafi tekið hana kverkataki og þrengt að öndunarveginum með þeim afleiðingum að hún hafi misst meðvitund,“ segir í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann látið hana stofna bankareikning þar sem öll hennar laun voru lögð inn sem einungis hann hafði aðgang að.Komu saman á lögreglustöðina Maðurinn kom með konu sinni á lögreglustöðina á höfuðborgarsvæðinu sunnudaginn 22. apríl. Konan var í miklu uppnámi og lýsti ítrekuðu heimilisofbeldi. Var maðurinn handtekinn í þágu rannsóknar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. apríl. Maðurinn hefur neitað að beita konu sína ofbeldi. Þó hafi hann sagt að hann ætti það til að slá frá sér þegar hann væri sofandi og verið gæti að hann hafi slegið hana undir slíkum kringumstæðum óvart. Samstarfsmaður konunnar og fyrrverandi samstarfsmaður mannsins segir manninn hafa komið mjög illa fram við konu sína í vinnunni. Þá hafi hann vitað að maðurinn hefði umráð yfir peningum konunnar auk þess sem konan hafi komið marin á kinn til vinnu.Má ekki nálgast konuna á nokkurn hátt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kröfuna um nálgunarbann en lögmaður mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar. Þar var úrskurðurinn staðfestur. Er manninum vikið af heimili sínu og konunnar til þriðjudagsins 22. maí og honum bannað að koma í námunda við heimilið eða vinnustað hennar. Afmarkast svæðið við 50 metra radíus umhverfis húsin Þá má maðurinn ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann og brottvísun karlmanns af heimili sínu. Maðurinn er sakaður um að hafa undanfarin tæp tvö ár, í kjölfar þess að eiginkona hans flutti til Íslands, beitt hana svo til daglegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hafi hann ítrekað hótað henni lífláti, nánast daglega beitt hana líkamlegu ofbeldi þar sem hann hafi m.a. veist að andliti og líkama með höggum og spörkum og auk þess beitt hana nánast daglegu kynferðislegu ofbeldi þar sem hann hafi ítrekað neytt hana til kynferðismaka um munn, leggöng og endaþarm. Þá hafi hún einnig lýst að kærði hafi tekið hana kverkataki og þrengt að öndunarveginum með þeim afleiðingum að hún hafi misst meðvitund,“ segir í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann látið hana stofna bankareikning þar sem öll hennar laun voru lögð inn sem einungis hann hafði aðgang að.Komu saman á lögreglustöðina Maðurinn kom með konu sinni á lögreglustöðina á höfuðborgarsvæðinu sunnudaginn 22. apríl. Konan var í miklu uppnámi og lýsti ítrekuðu heimilisofbeldi. Var maðurinn handtekinn í þágu rannsóknar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. apríl. Maðurinn hefur neitað að beita konu sína ofbeldi. Þó hafi hann sagt að hann ætti það til að slá frá sér þegar hann væri sofandi og verið gæti að hann hafi slegið hana undir slíkum kringumstæðum óvart. Samstarfsmaður konunnar og fyrrverandi samstarfsmaður mannsins segir manninn hafa komið mjög illa fram við konu sína í vinnunni. Þá hafi hann vitað að maðurinn hefði umráð yfir peningum konunnar auk þess sem konan hafi komið marin á kinn til vinnu.Má ekki nálgast konuna á nokkurn hátt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kröfuna um nálgunarbann en lögmaður mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar. Þar var úrskurðurinn staðfestur. Er manninum vikið af heimili sínu og konunnar til þriðjudagsins 22. maí og honum bannað að koma í námunda við heimilið eða vinnustað hennar. Afmarkast svæðið við 50 metra radíus umhverfis húsin Þá má maðurinn ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira