„Við erum algjörlega ósammála“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2018 14:34 Frá samstöðufundi Ljósmæðra sem efnt var til klukkan 13:45 fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Rakel Ósk Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. Fyrir hádegi sendi Ljósmæðrafélagið Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra stuðningsyfirlýsingu við baráttu ljósmæðra, undirritaða af yfir 5000 manns. „Þetta er alveg stál í stál, við erum algjörlega ósammála, félagið og samninganefnd ríkisins,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún sagði samninganefnd ríkisins enn fremur bjóða ljósmæðrum sama samning og samið var um við önnur félög BHM á dögunum. „Við mátum það svo í Ljósmæðrafélaginu að þetta væri okkur ekki til hagsbóta, að þetta væri ekki góður samningur fyrir okkur. Þess vegna höfum við ekki getað fallist á hann.“Sjá einnig: Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Eitt helsta baráttuefni Ljósmæðrafélagsins í kjaraviðræðunum er að búa svo um hnútana að ljósmæður lækki ekki í launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag. „Það er það sem er nefnilega alveg galið,” sagði Áslaug.Stuðningsmenn ljósmæðra mættu fylktu liði með barnavagna.Vísir/Rakel ÓskLjósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. Fundurinn í dag er sá fjórði sem haldinn er í deilu ljósmæðra og ríkisins.Glatt var á hjalla á samstöðufundinum þótt tilefnið væri á alvarlegu nótunum.Vísir/Rakel Ósk Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. Fyrir hádegi sendi Ljósmæðrafélagið Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra stuðningsyfirlýsingu við baráttu ljósmæðra, undirritaða af yfir 5000 manns. „Þetta er alveg stál í stál, við erum algjörlega ósammála, félagið og samninganefnd ríkisins,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún sagði samninganefnd ríkisins enn fremur bjóða ljósmæðrum sama samning og samið var um við önnur félög BHM á dögunum. „Við mátum það svo í Ljósmæðrafélaginu að þetta væri okkur ekki til hagsbóta, að þetta væri ekki góður samningur fyrir okkur. Þess vegna höfum við ekki getað fallist á hann.“Sjá einnig: Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Eitt helsta baráttuefni Ljósmæðrafélagsins í kjaraviðræðunum er að búa svo um hnútana að ljósmæður lækki ekki í launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag. „Það er það sem er nefnilega alveg galið,” sagði Áslaug.Stuðningsmenn ljósmæðra mættu fylktu liði með barnavagna.Vísir/Rakel ÓskLjósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. Fundurinn í dag er sá fjórði sem haldinn er í deilu ljósmæðra og ríkisins.Glatt var á hjalla á samstöðufundinum þótt tilefnið væri á alvarlegu nótunum.Vísir/Rakel Ósk
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45