Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 21:45 Kári Stefánsson er forstjóri íslenskrar. vísir/stefán Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. Hann segir að sér finnist það svolítið spaugilegt og líka svolítið heimskulegt að senda lífsýni til Svíþjóðar í greiningu þegar þekkingin og getan til að gera slíkt hið sama sé til staðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Greint var frá því í gær að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Um er að ræða annars vegar legg og hins vegar höfuðkúpu. DNA-sýni verða tekin úr beinunum þegar búið er að aldursgreina þau og verða sýnin svo send til Svíþjóðar í greiningu sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Kári ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann kveðst ekki þekkja til sænsku rannsóknarstofunnar í þessu tiltekna máli og segir að ef hann þekki ekki til rannsóknarstofu sem vinni við að greina DNA þá geti hún ekki talist mjög merkileg. „En ef við vildum nýta okkur þá möguleika sem eru til staðar í gögnum Íslenskrar erfðagreiningar, ef samfélagið féllist á að nýta slíkar upplýsingar þá gætum við jafnvel komist að því hvaða einstaklingi þessi leggur hefur tilheyrt. Það sem mér finnst spaugilegt við þetta er að þegar helstu vísindastofnanir Svía þurfa á aðstoð að halda við að raðgreina DNA eða ráða í erfðafræði þá leita þeir til okkar. Þegar lögreglan á Íslandi þarf aðstoð við erfðagreiningu þá leita þeir til Svía. Mér finnst það svolítið spaugilegt, mér finnst það svolítið heimóttarlegt og mér finnst það svolítið heimskulegt,“ segir Kári og bætir við að Íslensk erfðagreining hafi ekki hagsmuni af því að vinna þessa vinnu heldur myndi fyrirtækið gera þetta ókeypis. „Ef samfélagið fæli okkur það verkefni að vinna þetta, veitti okkur heimild til þess að nýta okkur þau gögn sem við erum með til þess að búa til skilning á því hver þessi einstaklingur var sem lærleggurinn tilheyrði, það gætum við gert betur en nokkur önnur stofnun í heiminum,“ segir Kári en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00 Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. Hann segir að sér finnist það svolítið spaugilegt og líka svolítið heimskulegt að senda lífsýni til Svíþjóðar í greiningu þegar þekkingin og getan til að gera slíkt hið sama sé til staðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Greint var frá því í gær að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Um er að ræða annars vegar legg og hins vegar höfuðkúpu. DNA-sýni verða tekin úr beinunum þegar búið er að aldursgreina þau og verða sýnin svo send til Svíþjóðar í greiningu sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Kári ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann kveðst ekki þekkja til sænsku rannsóknarstofunnar í þessu tiltekna máli og segir að ef hann þekki ekki til rannsóknarstofu sem vinni við að greina DNA þá geti hún ekki talist mjög merkileg. „En ef við vildum nýta okkur þá möguleika sem eru til staðar í gögnum Íslenskrar erfðagreiningar, ef samfélagið féllist á að nýta slíkar upplýsingar þá gætum við jafnvel komist að því hvaða einstaklingi þessi leggur hefur tilheyrt. Það sem mér finnst spaugilegt við þetta er að þegar helstu vísindastofnanir Svía þurfa á aðstoð að halda við að raðgreina DNA eða ráða í erfðafræði þá leita þeir til okkar. Þegar lögreglan á Íslandi þarf aðstoð við erfðagreiningu þá leita þeir til Svía. Mér finnst það svolítið spaugilegt, mér finnst það svolítið heimóttarlegt og mér finnst það svolítið heimskulegt,“ segir Kári og bætir við að Íslensk erfðagreining hafi ekki hagsmuni af því að vinna þessa vinnu heldur myndi fyrirtækið gera þetta ókeypis. „Ef samfélagið fæli okkur það verkefni að vinna þetta, veitti okkur heimild til þess að nýta okkur þau gögn sem við erum með til þess að búa til skilning á því hver þessi einstaklingur var sem lærleggurinn tilheyrði, það gætum við gert betur en nokkur önnur stofnun í heiminum,“ segir Kári en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00 Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55