Segir reynt að koma á sig höggi með villandi fréttaflutningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2018 07:57 Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa farið fram á umtalsverða launalækkun fyrir sjálfan sig og vandar Morgunblaðinu ekki kveðjurnar. VÍSIR/STEFÁN Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að laun séu ekki - og eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Honum þyki það því dapurlegt þegar „ákveðnir fréttamiðlar“ reyni „vísvitandi“ að koma höggi á sig og VR með „villandi fréttaflutningi.“ Þó svo að Ragnar nefni þessa ákveðnu fréttamiðla ekki á nafn í Facebook-færslu sinni í gærkvöldi dylst engum að formaðurinn beinir spjótum sínum að Morgunblaðinu. Í frétt þess í gærmorgun sagði að VR hafi greitt 26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki til formanna félagsins árið 2017 en að þessir þættir hafi numið 17 milljónum árið 2016. Að mati Ragnars skýrist þessi hækkun á milli ára af starfslokum Ólafíu B Rafnsdóttur, sem hætti störfum hjá VR í mars í fyrra. Ragnar segist jafnframt hafa gert samning við launanefnd VR þegar hann tók við að laun hans yrðu lækkuð og að bifreiðahlunnindi yrðu tekin út - lækkun sem nam rúmlega 21 prósentustigi á mánuði. „Laun mín fylgja svo kjarasamningsbundnum launahækkunum,“ segir Ragnar í færslunni og rekur því næst laun og launakjör sín fyrir síðasta ár. Mánaðargreiðslur VR til Ragnars frá 1. maí námu 1.132.632 krónur og þá fékk hann mánaðarlega greiddar 28.738 krónur fyrir akstur. „Ég er afar sáttur við þau launakjör sem ég hef sem formaður VR og hef fullan skilning á því ef félagsmenn telji launin of há en launakjör margra félagsmanna okkar eru til háborinnar skammar og mun ég leggja allt mitt undir við að bæta kjör og lífsgæði þeirra sem og allra félagsmanna VR. Það eina sem ég get sagt er að ég lofa öllum félagsmönnum VR að ég mun vinna fyrir hverri einustu krónu sem félagsmenn borga mér í laun,“ segir Ragnar. Hann vonast til að færsla sín „svari og upplýsi það sem rétt er en það er dapurlegt þegar ákveðnir fréttamiðlar vísvitandi reyna að koma á mig og félagið höggi með villandi fréttaflutningi,“ segir Ragnar í færslunni sem sjá má hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að laun séu ekki - og eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Honum þyki það því dapurlegt þegar „ákveðnir fréttamiðlar“ reyni „vísvitandi“ að koma höggi á sig og VR með „villandi fréttaflutningi.“ Þó svo að Ragnar nefni þessa ákveðnu fréttamiðla ekki á nafn í Facebook-færslu sinni í gærkvöldi dylst engum að formaðurinn beinir spjótum sínum að Morgunblaðinu. Í frétt þess í gærmorgun sagði að VR hafi greitt 26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki til formanna félagsins árið 2017 en að þessir þættir hafi numið 17 milljónum árið 2016. Að mati Ragnars skýrist þessi hækkun á milli ára af starfslokum Ólafíu B Rafnsdóttur, sem hætti störfum hjá VR í mars í fyrra. Ragnar segist jafnframt hafa gert samning við launanefnd VR þegar hann tók við að laun hans yrðu lækkuð og að bifreiðahlunnindi yrðu tekin út - lækkun sem nam rúmlega 21 prósentustigi á mánuði. „Laun mín fylgja svo kjarasamningsbundnum launahækkunum,“ segir Ragnar í færslunni og rekur því næst laun og launakjör sín fyrir síðasta ár. Mánaðargreiðslur VR til Ragnars frá 1. maí námu 1.132.632 krónur og þá fékk hann mánaðarlega greiddar 28.738 krónur fyrir akstur. „Ég er afar sáttur við þau launakjör sem ég hef sem formaður VR og hef fullan skilning á því ef félagsmenn telji launin of há en launakjör margra félagsmanna okkar eru til háborinnar skammar og mun ég leggja allt mitt undir við að bæta kjör og lífsgæði þeirra sem og allra félagsmanna VR. Það eina sem ég get sagt er að ég lofa öllum félagsmönnum VR að ég mun vinna fyrir hverri einustu krónu sem félagsmenn borga mér í laun,“ segir Ragnar. Hann vonast til að færsla sín „svari og upplýsi það sem rétt er en það er dapurlegt þegar ákveðnir fréttamiðlar vísvitandi reyna að koma á mig og félagið höggi með villandi fréttaflutningi,“ segir Ragnar í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira