Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. apríl 2018 20:00 Nýjasta flugvélin í flota Icelandair er af gerðinni Boeing 737 Max 8 Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Forstjóri og stjórn Icelandair ásamt fulltrúum Boeing verksmiðjunnar buðu gestum og fjölmiðlamönnum víða að úr heiminum í útsýnisflug yfir Ísland á nýju vélinni í dag. Fyrstu farþegaflugferðirnar á Max vélum frá Boeing voru í maí á síðasta ári en Icelandair er meðal fyrstu flugfélaganna til að taka þær í notkun. Þetta er fyrsta flugvélin af sextán sem munu koma og ber heitið Jökulsárlón. Hún tekur hundrað og sextíu farþega í sæti og mun fljúga til áfangastaða í evrópu og ameríku. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair við nýju vélina á Reykjavíkurflugvelli í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonSvona verkefni, hvað kostar það?„Það kostar slatta en við höfum ekki gefið upp verðið á vélunum en það er ljóst hvað markaðsvirðið er á þeim en þetta er auðvitað stór verkefni,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Vélarnar sem Icelandair hefur keypt eru af gerðinni Boeing 737 Max 8 og 9 og bætast við 757 og 767 flota félagsins á næstu þremur árum. Samkvæmt upplýsingum einkennir mikil rekstarhagkvæmni þessa flugvélagerð og á eldsneytisnotkun að vera umtalsvert minni og viðhaldskosnaður lægri. „Þetta er í raun fyrsta skrefið í breytingu á flugflota félagins,“ sagði Björgólfur.Forstjóri Icelandair ásamt áhöfn vélarinnar í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonKaupsamningur var undirritaður 2012 og segir sölustjóri Boeing það afar ánægjuleg að afhenta félaginu nýjar vélar eftir öll þessi ár. „Það var mjög mikilvægt fyrir Boeing að ná samningi við Icelandair. Það voru svo margir hjá okkur sem hafa unnið að þessu og verið hluti af verkefninu og hefðu viljað vera hérna í dag. Þetta er stór dagur fyrir Boeing í dag,“ sagði Mark Norris, sölustjóri hjá Boeing verksmiðjunni. Fjölmenni tók á móti vélinni er hún kom inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag en áætlað er að um tvöþúsund manns hafi skoðað vélina.Á þetta eftir að hafa mikil áhrif á Icelandair?„Alveg klárlega, þetta er bara skref inn í framtíðina,“ segir Björgólfur Tengdar fréttir Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Forstjóri og stjórn Icelandair ásamt fulltrúum Boeing verksmiðjunnar buðu gestum og fjölmiðlamönnum víða að úr heiminum í útsýnisflug yfir Ísland á nýju vélinni í dag. Fyrstu farþegaflugferðirnar á Max vélum frá Boeing voru í maí á síðasta ári en Icelandair er meðal fyrstu flugfélaganna til að taka þær í notkun. Þetta er fyrsta flugvélin af sextán sem munu koma og ber heitið Jökulsárlón. Hún tekur hundrað og sextíu farþega í sæti og mun fljúga til áfangastaða í evrópu og ameríku. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair við nýju vélina á Reykjavíkurflugvelli í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonSvona verkefni, hvað kostar það?„Það kostar slatta en við höfum ekki gefið upp verðið á vélunum en það er ljóst hvað markaðsvirðið er á þeim en þetta er auðvitað stór verkefni,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Vélarnar sem Icelandair hefur keypt eru af gerðinni Boeing 737 Max 8 og 9 og bætast við 757 og 767 flota félagsins á næstu þremur árum. Samkvæmt upplýsingum einkennir mikil rekstarhagkvæmni þessa flugvélagerð og á eldsneytisnotkun að vera umtalsvert minni og viðhaldskosnaður lægri. „Þetta er í raun fyrsta skrefið í breytingu á flugflota félagins,“ sagði Björgólfur.Forstjóri Icelandair ásamt áhöfn vélarinnar í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonKaupsamningur var undirritaður 2012 og segir sölustjóri Boeing það afar ánægjuleg að afhenta félaginu nýjar vélar eftir öll þessi ár. „Það var mjög mikilvægt fyrir Boeing að ná samningi við Icelandair. Það voru svo margir hjá okkur sem hafa unnið að þessu og verið hluti af verkefninu og hefðu viljað vera hérna í dag. Þetta er stór dagur fyrir Boeing í dag,“ sagði Mark Norris, sölustjóri hjá Boeing verksmiðjunni. Fjölmenni tók á móti vélinni er hún kom inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag en áætlað er að um tvöþúsund manns hafi skoðað vélina.Á þetta eftir að hafa mikil áhrif á Icelandair?„Alveg klárlega, þetta er bara skref inn í framtíðina,“ segir Björgólfur
Tengdar fréttir Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20