Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2018 18:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Hann segir atvinnurekendur ýkja launakröfur verkalýðsfélaganna þegar fullyrt sé að þær hljóði upp á allt að tæplega níutíu prósenta launahækkun. Ríkissáttasemjari beið ekki boðanna og hefur þegar kallað deiluaðila til þeirra fyrsta fundar hinn 28. desember. Nú þegar tvö verkalýðsfélög af 19 innan Starfsgreinasambandins hafa sagt sig úr samninganefndinni og gengið í bandalag með VR býst Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins við að fleiri félög bætist í hópinn, bæði frá Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna. „En við ákváðum að stíga þetta skref og í raun snúa tímaglasinu. Þannig að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur eins og gerist þegar verið er að draga samningaviðræður á langinn. Hver mánuður kostar launafólk fleiri milljarða í óhækkuðum launum,“ segir Ragnar Þór. Þannig að viðsemjendur skynji alvarleikann í stöðunni betur en hingað til. Samkvæmt lögum geta verkalýðsfélögin að loknum tveimur fundum hjá ríkissáttasemjara boðað til aðgerða meti þau stöðuna þannig. „Við ætlum okkur að ná samningi og við ætlum okkur að ná samningi án átaka. Þetta er bara eitt skrefið í þeirri vegferð. Síðan sjáum við bara til hvernig það gengur,“ segir formaður VR. Innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins heyrist að karfa verkalýðsfélaganna sé óhófleg. Hún myndi þýða með launaflokkabreytingum og beinum hækkunum að laun hækkuðu um fimmtíu til tæplega níutíu prósent.Ef það er rétt heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli það? „Þetta er svo fráleit framsetning á okkar kröfugerð að þetta er vart svaravert. Þarna er verið í rauninni að taka alla kröfugerðina og kostnaðarreikna hana í botn. Það er verið að taka lægsta gildið og hækka það upp hlutfallslega upp allan stigann. Þetta er einfaldlega ekki svaravert. Kostnaðarútreikningur okkar liggur fyrir og þetta er í engu samræmi við það sem við teljum kröfur okkar kosta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Hann segir atvinnurekendur ýkja launakröfur verkalýðsfélaganna þegar fullyrt sé að þær hljóði upp á allt að tæplega níutíu prósenta launahækkun. Ríkissáttasemjari beið ekki boðanna og hefur þegar kallað deiluaðila til þeirra fyrsta fundar hinn 28. desember. Nú þegar tvö verkalýðsfélög af 19 innan Starfsgreinasambandins hafa sagt sig úr samninganefndinni og gengið í bandalag með VR býst Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins við að fleiri félög bætist í hópinn, bæði frá Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna. „En við ákváðum að stíga þetta skref og í raun snúa tímaglasinu. Þannig að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur eins og gerist þegar verið er að draga samningaviðræður á langinn. Hver mánuður kostar launafólk fleiri milljarða í óhækkuðum launum,“ segir Ragnar Þór. Þannig að viðsemjendur skynji alvarleikann í stöðunni betur en hingað til. Samkvæmt lögum geta verkalýðsfélögin að loknum tveimur fundum hjá ríkissáttasemjara boðað til aðgerða meti þau stöðuna þannig. „Við ætlum okkur að ná samningi og við ætlum okkur að ná samningi án átaka. Þetta er bara eitt skrefið í þeirri vegferð. Síðan sjáum við bara til hvernig það gengur,“ segir formaður VR. Innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins heyrist að karfa verkalýðsfélaganna sé óhófleg. Hún myndi þýða með launaflokkabreytingum og beinum hækkunum að laun hækkuðu um fimmtíu til tæplega níutíu prósent.Ef það er rétt heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli það? „Þetta er svo fráleit framsetning á okkar kröfugerð að þetta er vart svaravert. Þarna er verið í rauninni að taka alla kröfugerðina og kostnaðarreikna hana í botn. Það er verið að taka lægsta gildið og hækka það upp hlutfallslega upp allan stigann. Þetta er einfaldlega ekki svaravert. Kostnaðarútreikningur okkar liggur fyrir og þetta er í engu samræmi við það sem við teljum kröfur okkar kosta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44