Innlent

Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi.
Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. Vísir/Anton Brink
Innri endurskoðun sem fer með fjármála-og stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg skilar eftir nokkrar vikur skýrslu um fjögur framúrkeyrsluverkefni að því er fram kemur í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi.

Í gær birti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100 en í henni kom fram að koma hefði mátt í veg fyrir framúrkeyrsluna ef gerðar hefðu verið úrbætur í samræmi við ábendingar frá árinu 2015 og þá hafi sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn verið brotin.

Samtals fóru verkefnin fjögur mörg hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×