Vill fjármagna vegaframkvæmdir með lánum sem greiðist með vegtollum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2018 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Sigurður Ingi sagði í viðtali við að RÚV að stefnt sé að því að fjármagna þær framkvæmdir sem mest liggi á með lánsfé. Lánin yrðu síðan greidd með veggjöldum að loknum verktíma, sem Sigurður Ingi segir að verði í fyrsta lagi árið 2024. Ráðherrann segir að brýnast sé að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að aðskilja akstursstefnur, annars vegar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes og á Suðurlandsvegi austur fyrir Selfoss hins vegar. Aðspurður sagði Sigurður Ingi ekki enn hafa verið útfært hvaðan lánsféð til Vegagerðarinnar muni koma. Ríkinu bjóðist hagstæð lántaka og að nokkrir aðilar hafi þegar boðist til þess að taka þátt í verkefninu, meðal annars lífeyrissjóðir og norrænir bankar. Nefndi hann þar Norræna fjárfestingabankann sem dæmi.Ekki enn ákveðið hvernig gjaldtöku verði háttað Í viðtalinu sagði Sigurður enn óákveðið hvernig gjaldtöku í umferðinni yrði háttað. Hann nefndi þó kerfi sem stólar á myndavélar sem líklega lausn. Rafrænar myndavélar muni þá taka myndir af þeim bílum sem aki um svæði þar sem gjaldtakan komi til með að fara fram og eigendurnir fengju senda rukkun. Þannig myndi gjaldtakan geta gengið án þess að hindrun yrði í vegi ökufólks. Ef fyrirætlanir ráðherrans verða að veruleika má ætla að fyrstu framkvæmdir í framkvæmdahrinunni sem fyrirætluð er hefjist árið 2020. Segist Sigurður vongóður um að geta notað næsta ár til þess að klára útfærslur á áætlunum og frumvarp sem ráðgert er að þingið taki fyrir í mars. Í kjölfarið yrði svo hægt að hefja leit að fjármagni í verkin. Borgarbyggð Lífeyrissjóðir Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Sigurður Ingi sagði í viðtali við að RÚV að stefnt sé að því að fjármagna þær framkvæmdir sem mest liggi á með lánsfé. Lánin yrðu síðan greidd með veggjöldum að loknum verktíma, sem Sigurður Ingi segir að verði í fyrsta lagi árið 2024. Ráðherrann segir að brýnast sé að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að aðskilja akstursstefnur, annars vegar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes og á Suðurlandsvegi austur fyrir Selfoss hins vegar. Aðspurður sagði Sigurður Ingi ekki enn hafa verið útfært hvaðan lánsféð til Vegagerðarinnar muni koma. Ríkinu bjóðist hagstæð lántaka og að nokkrir aðilar hafi þegar boðist til þess að taka þátt í verkefninu, meðal annars lífeyrissjóðir og norrænir bankar. Nefndi hann þar Norræna fjárfestingabankann sem dæmi.Ekki enn ákveðið hvernig gjaldtöku verði háttað Í viðtalinu sagði Sigurður enn óákveðið hvernig gjaldtöku í umferðinni yrði háttað. Hann nefndi þó kerfi sem stólar á myndavélar sem líklega lausn. Rafrænar myndavélar muni þá taka myndir af þeim bílum sem aki um svæði þar sem gjaldtakan komi til með að fara fram og eigendurnir fengju senda rukkun. Þannig myndi gjaldtakan geta gengið án þess að hindrun yrði í vegi ökufólks. Ef fyrirætlanir ráðherrans verða að veruleika má ætla að fyrstu framkvæmdir í framkvæmdahrinunni sem fyrirætluð er hefjist árið 2020. Segist Sigurður vongóður um að geta notað næsta ár til þess að klára útfærslur á áætlunum og frumvarp sem ráðgert er að þingið taki fyrir í mars. Í kjölfarið yrði svo hægt að hefja leit að fjármagni í verkin.
Borgarbyggð Lífeyrissjóðir Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15