Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 16:41 Ragnar Þór er ekki sáttur við skrif margra fjölmiðla í aðdraganda kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sætti harðri gagnrýni í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra í helgarblaði Fréttablaðsins. Í leiðaranum segir Kristín Ragnar vera „öfgamann“ með lítinn hluta félagsmanna á bak við sig og erfitt sé að halda því fram að hátterni hans sé félagsmönnum til hagsbóta. Ragnar segir skrif Kristínar vera öfgafull níðskrif og hann sjái ekki ástæðu til að svara þeim. „Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu,“ segir Kristín í umræddum leiðara sem ber yfirskriftina „stórskaðlegt“. Þá segir Kristín félagsmenn VR hafa það ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum og helsta ógnin við lífskjör félagsmanna sé að „verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast“, en líkurnar á báðu aukist með athöfnum formannsins. Ragnar gefur lítið fyrir þessi skrif Kristínar og bendir á að kjörsókn hafi aukist og framboðum fjölgað í VR eftir að kosningalögum félagsins var breytt árið 2009. Hann telur sig hafa ríkara umboð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum launafólks en margir forvera sinna og segir aldrei fleiri félagsmenn hafa komið að kröfugerð félagsins.Segir „hagsmunatengda fjölmiðla“ ekki sýna skilning Í samtali við fréttastofu segist Ragnar ekki vera viss um hvort hægt sé að ætlast til þess að „hagsmunatengdir fjölmiðlar“ sýni verkalýðshreyfingunni skilning. Hann hafi fylgst með skrifum fjölmiðla í gegnum tíðina en ástandið hafi sjaldan verið jafn slæmt og nú. „Ég hef fylgst mjög vel með skrifum fjölmiðla og „lobbýistum“ hagsmunaafla í gegnum tíðina og ég held að þetta sé með því verra sem ég hef upplifað og séð í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Ragnar og bætir við að leiðarahöfundar ákveðinna fréttamiðla taki sig mjög niður með slíkum skrifum. „Þeir ættu miklu frekar að ræða stöðuna almennt og af meiri ábyrgð og þar sýnist mér Fréttablaðið standa sig einna verst.“ Þá segir Ragnar framsetningu fjölmiðla vera dapurlega þar sem ætlun þeirra sé ekki að boða til verkfalls og átaka heldur vilji einungis komast að viðunandi samkomulagi. Skrif margra fjölmiðla séu einungis til þess fallin að ala á sundrungu. „Við erum ekkert að boða til verkfalls eða átaka, langur vegur frá því.“ Kjaramál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sætti harðri gagnrýni í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra í helgarblaði Fréttablaðsins. Í leiðaranum segir Kristín Ragnar vera „öfgamann“ með lítinn hluta félagsmanna á bak við sig og erfitt sé að halda því fram að hátterni hans sé félagsmönnum til hagsbóta. Ragnar segir skrif Kristínar vera öfgafull níðskrif og hann sjái ekki ástæðu til að svara þeim. „Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu,“ segir Kristín í umræddum leiðara sem ber yfirskriftina „stórskaðlegt“. Þá segir Kristín félagsmenn VR hafa það ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum og helsta ógnin við lífskjör félagsmanna sé að „verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast“, en líkurnar á báðu aukist með athöfnum formannsins. Ragnar gefur lítið fyrir þessi skrif Kristínar og bendir á að kjörsókn hafi aukist og framboðum fjölgað í VR eftir að kosningalögum félagsins var breytt árið 2009. Hann telur sig hafa ríkara umboð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum launafólks en margir forvera sinna og segir aldrei fleiri félagsmenn hafa komið að kröfugerð félagsins.Segir „hagsmunatengda fjölmiðla“ ekki sýna skilning Í samtali við fréttastofu segist Ragnar ekki vera viss um hvort hægt sé að ætlast til þess að „hagsmunatengdir fjölmiðlar“ sýni verkalýðshreyfingunni skilning. Hann hafi fylgst með skrifum fjölmiðla í gegnum tíðina en ástandið hafi sjaldan verið jafn slæmt og nú. „Ég hef fylgst mjög vel með skrifum fjölmiðla og „lobbýistum“ hagsmunaafla í gegnum tíðina og ég held að þetta sé með því verra sem ég hef upplifað og séð í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Ragnar og bætir við að leiðarahöfundar ákveðinna fréttamiðla taki sig mjög niður með slíkum skrifum. „Þeir ættu miklu frekar að ræða stöðuna almennt og af meiri ábyrgð og þar sýnist mér Fréttablaðið standa sig einna verst.“ Þá segir Ragnar framsetningu fjölmiðla vera dapurlega þar sem ætlun þeirra sé ekki að boða til verkfalls og átaka heldur vilji einungis komast að viðunandi samkomulagi. Skrif margra fjölmiðla séu einungis til þess fallin að ala á sundrungu. „Við erum ekkert að boða til verkfalls eða átaka, langur vegur frá því.“
Kjaramál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira