Kostnaður vegna snjómoksturs vanáætlaður undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2018 20:00 Kostnaður vegna snjómoksturs og vetrarþjónustu hefur verið vanáætlaður í Reykjavíkurborg undanfarin ár. Síðan 2014 hefur kostnaður að meðaltali farið ríflega 280 milljónum fram úr því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Borgarstjóri segir að finna þurfi rétta milliveginn. Þegar veður er annars vegar getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að gera áætlanir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur kostnaður vegna vetrarþjónustu verið á bilinu 624 milljónir til tæplega 752 milljónir á árunum 2014 til 2017. Það sem af er þessa árs hefur kostnaður verið ríflega 641 milljón en sú tala á eftir að breytast enda árið ekki liðið og á eftir að taka tillit til ýmissa þátta. Meðalkostnaður á ári hefur því numið um 663,4 milljónum en í fjárhagsáætlun borgarinnar er aðeins gert ráð fyrir 380 milljónum króna. „Síðustu vetur hafa margir verið með miklu meiri snjókomu en í meðalári þannig að við höfum verið að vanáætla sum ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Það er erfitt að spá fyrir um þetta eins og kannski veður yfir höfuð. En þó er það þannig að hluti af snjómoksturskostnaðinum er fastur. Það er að segja hann breytist ekki jafnvel þó að enginn snjór komi.“ Vísar hann til ýmiss fasts kostnaðar, til dæmis vegna viðverugjalds verktaka og kostnaðar við eftirlitsbúnað, leigu saltgeymsla og viðhalds og reksturs ýmissa tækja og búnaðar.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/Vilhelm„Við skoðum þetta í tengslum við hverja einustu fjárhagsáætlun en við þurfum eiginlega að finna einhvern milliveg. Maður vill hvorki vera að verja of miklu fé í að láta í raun kyrrstæðar vélar bíða eftir snjónum og borga fyrir það mikið fé án þess að það þurfi á því að halda, né heldur að vera vanbúin til þess að taka virkilega á því þegar að skaflarnir fara að hrannast upp,“ segir Dagur. Þótt lítið hafi snjóað síðan í haust hefur þó nokkuð verið um útköll vegna hálkueyðingar á götum og göngustígum. „Það er erfitt að hitta nákvæmlega á þetta en við reynum að gera okkar besta í hverri einustu áætlun,“ segir Dagur. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Kostnaður vegna snjómoksturs og vetrarþjónustu hefur verið vanáætlaður í Reykjavíkurborg undanfarin ár. Síðan 2014 hefur kostnaður að meðaltali farið ríflega 280 milljónum fram úr því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Borgarstjóri segir að finna þurfi rétta milliveginn. Þegar veður er annars vegar getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að gera áætlanir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur kostnaður vegna vetrarþjónustu verið á bilinu 624 milljónir til tæplega 752 milljónir á árunum 2014 til 2017. Það sem af er þessa árs hefur kostnaður verið ríflega 641 milljón en sú tala á eftir að breytast enda árið ekki liðið og á eftir að taka tillit til ýmissa þátta. Meðalkostnaður á ári hefur því numið um 663,4 milljónum en í fjárhagsáætlun borgarinnar er aðeins gert ráð fyrir 380 milljónum króna. „Síðustu vetur hafa margir verið með miklu meiri snjókomu en í meðalári þannig að við höfum verið að vanáætla sum ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Það er erfitt að spá fyrir um þetta eins og kannski veður yfir höfuð. En þó er það þannig að hluti af snjómoksturskostnaðinum er fastur. Það er að segja hann breytist ekki jafnvel þó að enginn snjór komi.“ Vísar hann til ýmiss fasts kostnaðar, til dæmis vegna viðverugjalds verktaka og kostnaðar við eftirlitsbúnað, leigu saltgeymsla og viðhalds og reksturs ýmissa tækja og búnaðar.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/Vilhelm„Við skoðum þetta í tengslum við hverja einustu fjárhagsáætlun en við þurfum eiginlega að finna einhvern milliveg. Maður vill hvorki vera að verja of miklu fé í að láta í raun kyrrstæðar vélar bíða eftir snjónum og borga fyrir það mikið fé án þess að það þurfi á því að halda, né heldur að vera vanbúin til þess að taka virkilega á því þegar að skaflarnir fara að hrannast upp,“ segir Dagur. Þótt lítið hafi snjóað síðan í haust hefur þó nokkuð verið um útköll vegna hálkueyðingar á götum og göngustígum. „Það er erfitt að hitta nákvæmlega á þetta en við reynum að gera okkar besta í hverri einustu áætlun,“ segir Dagur.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira