Vill heimavist í borgina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 "Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti,“ segir Lilja Rannveig. Mynd/Alex Björn Bülow Stefánsson Borgfirðingurinn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þreytti frumraun sína sem alþingismaður síðustu vikuna fyrir jólafrí þingsins og segir það hafa verið áhugavert. „Það er virkilega spennandi að komast inn á þing. Ég sat mikið í salnum til þess bara að upplifa það og líka til að læra. Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti en tekur smá tíma að átta sig á. Það kemur í hænuskrefum.“ Lilja Rannveig er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, hún er 22 ára og með þeim allra yngstu sem hafa sest á þing hér á landi. Jómfrúarræða hennar fjallaði um nauðsyn þess að nemendur af landsbyggðinni eigi þess kost að dvelja á heimavist á höfuðborgarsvæðinu og njóti þannig jafnréttis til náms á við þá sem þar búa. Skyldi hún hafa verið með ræðuna tilbúna í skúffunni lengi? „Mér hefur að minnsta kosti lengi verið þetta málefni hugleikið og skrifaði grein um það í Fréttablaðið vorið 2016. Það eru tólf heimavistir á landinu fyrir framhaldsskólanema, en engin þeirra á höfuðborgarsvæðinu, þar sem framboð náms er þó mest,“ segir Lilja Rannveig sem gerði meira en að halda ræðu um efnið á Alþingi. Hún bar líka fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra beitti sér fyrir uppbyggingu slíkrar heimavistar.Haukur Axel í afmælisheimsókninni með föður sínum, Ólafi Daða Birgissyni.Lilja Rannveig var við nám í Verslunarskólanum á sínum tíma. „Mig langaði í Versló og barðist fyrir því að geta verið þar. Ég bjó á fjórum stöðum á fjórum árum. Mínar aðstæður voru ágætar en ég kynntist fólki utan af landi sem var ekki jafn heppið og tók eftir að margt af því hætti, fór heim aftur og jafnvel í eitthvert nám sem það langaði ekkert í. Allir nemendagarðar á höfuðborgarsvæðinu eru ætlaðir fyrir háskólanema og leigumarkaðurinn syðra er rándýr og erfiður.“ Nú lærir Lilja Rannveig til kennara, í fjarnámi og er skólaliði í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, auk þess að sinna syninum Hauki Axel Ólafssyni sem varð eins árs fyrir nokkrum dögum og kom í afmælisheimsókn á Alþingi. „Haukur er fyrirburi og við foreldrarnir eyddum síðustu jólum á vökudeildinni með honum. Hann er kallaður „varaþingmaður“ af sumum vegna þess að ég var ólétt í kosningabaráttunni!“ Unnusta sínum, Ólafi Daða Birgissyni, kynntist Lilja Rannveig í Versló. Nú búa þau í Bakkakoti í Stafholtstungum, þar sem hún ólst upp. Hún segir þau ekki vera með búskap en aðstoða foreldra hennar af og til við að sinna kindum og hestum. „Mamma og pabbi eru í næsta húsi og amma og afi í öðru,“ lýsir hún. „Þannig að eftir að við fluttum heim eru fjórir ættliðir á einum bletti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Borgfirðingurinn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þreytti frumraun sína sem alþingismaður síðustu vikuna fyrir jólafrí þingsins og segir það hafa verið áhugavert. „Það er virkilega spennandi að komast inn á þing. Ég sat mikið í salnum til þess bara að upplifa það og líka til að læra. Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti en tekur smá tíma að átta sig á. Það kemur í hænuskrefum.“ Lilja Rannveig er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, hún er 22 ára og með þeim allra yngstu sem hafa sest á þing hér á landi. Jómfrúarræða hennar fjallaði um nauðsyn þess að nemendur af landsbyggðinni eigi þess kost að dvelja á heimavist á höfuðborgarsvæðinu og njóti þannig jafnréttis til náms á við þá sem þar búa. Skyldi hún hafa verið með ræðuna tilbúna í skúffunni lengi? „Mér hefur að minnsta kosti lengi verið þetta málefni hugleikið og skrifaði grein um það í Fréttablaðið vorið 2016. Það eru tólf heimavistir á landinu fyrir framhaldsskólanema, en engin þeirra á höfuðborgarsvæðinu, þar sem framboð náms er þó mest,“ segir Lilja Rannveig sem gerði meira en að halda ræðu um efnið á Alþingi. Hún bar líka fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra beitti sér fyrir uppbyggingu slíkrar heimavistar.Haukur Axel í afmælisheimsókninni með föður sínum, Ólafi Daða Birgissyni.Lilja Rannveig var við nám í Verslunarskólanum á sínum tíma. „Mig langaði í Versló og barðist fyrir því að geta verið þar. Ég bjó á fjórum stöðum á fjórum árum. Mínar aðstæður voru ágætar en ég kynntist fólki utan af landi sem var ekki jafn heppið og tók eftir að margt af því hætti, fór heim aftur og jafnvel í eitthvert nám sem það langaði ekkert í. Allir nemendagarðar á höfuðborgarsvæðinu eru ætlaðir fyrir háskólanema og leigumarkaðurinn syðra er rándýr og erfiður.“ Nú lærir Lilja Rannveig til kennara, í fjarnámi og er skólaliði í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, auk þess að sinna syninum Hauki Axel Ólafssyni sem varð eins árs fyrir nokkrum dögum og kom í afmælisheimsókn á Alþingi. „Haukur er fyrirburi og við foreldrarnir eyddum síðustu jólum á vökudeildinni með honum. Hann er kallaður „varaþingmaður“ af sumum vegna þess að ég var ólétt í kosningabaráttunni!“ Unnusta sínum, Ólafi Daða Birgissyni, kynntist Lilja Rannveig í Versló. Nú búa þau í Bakkakoti í Stafholtstungum, þar sem hún ólst upp. Hún segir þau ekki vera með búskap en aðstoða foreldra hennar af og til við að sinna kindum og hestum. „Mamma og pabbi eru í næsta húsi og amma og afi í öðru,“ lýsir hún. „Þannig að eftir að við fluttum heim eru fjórir ættliðir á einum bletti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira