Afmarka sérstök skotsvæði til þess að bæta öryggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 14:05 Hallgrímskirkja er vanalega böðuð í flugeldum á gamlárskvöld. vísir/egill Sérstök skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot á gamlárskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en í henni segir að ár hvert safnist saman mikill mannfjöldi á þessum stöðum og er með þessu verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. „Skotsvæði með traustum skotpöllum voru afmörkuð með keilum á Skólavörðuholti og Klambratúni í fyrra og nú bætist Landakotstún við. Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru þungir samsoðnir hólkar, enda tryggir það öryggið að hafa trausta undirstöðu fyrir flugeldana. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum meðan flestir koma þar saman á tímabilinu frá kl. 22 - 01. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samstarfi við lögregluna að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðuholtinu til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Það er Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, sem hefur í samvinnu við íbúasamtök og Reykjavíkurborg unnið að þessu verkefni. „Hún segir að þegar mikill mannfjöldi safnist saman með skotelda aukist hættan verulega. Íbúasamtökin hafi haft af þessu áhyggjur og ekki viljað bara sitja hjá og vona að engin slys yrðu. Rakel kannaði áhuga meðal íbúa í Hlíðunum að hittast á Klambratúni í stað þess að skjóta upp skoteldum í görðum og út á götu þar sem enginn er óhultur. Viðbrögð íbúa voru mun meiri en hún átti von á og margir sýndu stuðning um sl. áramót með því að að mæta á Klambratún. Forsvarsmenn Hallgrímskirkju og Landakotskirkju hafa gefið leyfi til að afmarka skotsvæði fyrir utan kirkjurnar, enda er haft í huga að staðsetja skotsvæði fjarri kirkjunum og hafa skotstefnu frá þeim,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg. Tengdar fréttir Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Sérstök skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot á gamlárskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en í henni segir að ár hvert safnist saman mikill mannfjöldi á þessum stöðum og er með þessu verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. „Skotsvæði með traustum skotpöllum voru afmörkuð með keilum á Skólavörðuholti og Klambratúni í fyrra og nú bætist Landakotstún við. Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru þungir samsoðnir hólkar, enda tryggir það öryggið að hafa trausta undirstöðu fyrir flugeldana. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum meðan flestir koma þar saman á tímabilinu frá kl. 22 - 01. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samstarfi við lögregluna að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðuholtinu til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Það er Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, sem hefur í samvinnu við íbúasamtök og Reykjavíkurborg unnið að þessu verkefni. „Hún segir að þegar mikill mannfjöldi safnist saman með skotelda aukist hættan verulega. Íbúasamtökin hafi haft af þessu áhyggjur og ekki viljað bara sitja hjá og vona að engin slys yrðu. Rakel kannaði áhuga meðal íbúa í Hlíðunum að hittast á Klambratúni í stað þess að skjóta upp skoteldum í görðum og út á götu þar sem enginn er óhultur. Viðbrögð íbúa voru mun meiri en hún átti von á og margir sýndu stuðning um sl. áramót með því að að mæta á Klambratún. Forsvarsmenn Hallgrímskirkju og Landakotskirkju hafa gefið leyfi til að afmarka skotsvæði fyrir utan kirkjurnar, enda er haft í huga að staðsetja skotsvæði fjarri kirkjunum og hafa skotstefnu frá þeim,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg.
Tengdar fréttir Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00