Innlent

Bílstóll barnsins sem lést var laus

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vettvangur slyssins.
Vettvangur slyssins. Jói K.
Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Í tilkynningunni segir að lögregla hafi ásamt fulltrúa rannsóknarnefndarinnar farið á vettvang til þess að framkvæmva bíltæknirannsókn. Henni er ætlað að leiða í ljós hvort eitthvað sem finnist við skoðun bílsins, Land Cruiser-jeppa, gæti hafa átt þátt í slysinu eða valdið því. Sérstaklega verði farið yfir hvort og hvaða öryggisbúnaður hafi verið við notkun þegar slysið varð.

Þar sagði einnig að barnabílstóll hafi verið í bílnum þegar lögregla kom að slysstað. Hann hafi verið laus og barnið sem lést, ellefu mánaða gömul stúlka, ekki í honum.

Þá hafi verið lesið úr aksturstölvu bílsins í því skyni að kanna hraða ökutækisins þegar slysið varð. Einnig hafi hluti brúarhandriðsins verið fluttir á Selfoss til frekari rannsóknar.

Loks sagði í tilkynningu lögreglunnar að niðurstöður úr blóðsýnatöku af ökumanni bifreiðarinnar staðfesti að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð.


Tengdar fréttir

Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×