Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 13:27 Óli Björn Kárason er þingmaður Sjálfstæðisflokks. vísir/vilhelm Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. Frá þessu greinir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í nefndinni, á Facebook-síðu sinni. Segir hann að nefndin hafi með þessu samþykkt beiðni hans. Nefndin samþykkti í síðustu viku tillögu Helgu Völu Helgadóttur , formanns nefndarinnar, um kalla þá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, á fund nefndarinnar vegna ummælanna. Á Klausturfundinum sagði Gunnar Bragi meðal annars að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra á sama tíma og hann skipaði Geir H. Haarde í sendiherrastöðu til að draga athyglina frá skipan Geirs. Hann hafi sagt við formann Sjálfstæðisflokksins að hann ætti þá inni stöðu hjá Sjálfstæðisflokknum. Í færslu Óla Björns segir að í reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis sem sendir séu út í sjónvarpi og á vef Alþingis, komi fram að formanni viðkomandi nefndar beri að leita eftir því með hæfilegum fyrirvara að gestur komi á opinn fund og gera honum grein fyrir efni fundarins. „Þá skulu fjölmiðlar „eiga þess kost að láta fulltrúa sína fylgjast með opnum fundi. Jafnframt skal fundurinn opinn almenningi eftir því sem húsrúm leyfir.“ Ljósvakamiðlum er heimilt að hafa beinar útsendingar frá fundum nefnda sem eru opnir. Ekki liggur fyrir hvenær fundur (fundir) Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður,“ segir í færslu Óla Björns. Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Þeir hafa þó báðir hafnað því að Gunnar Bragi eigi eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum eftir þá skipan.Sjá má færslu Óla Björns að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. Frá þessu greinir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í nefndinni, á Facebook-síðu sinni. Segir hann að nefndin hafi með þessu samþykkt beiðni hans. Nefndin samþykkti í síðustu viku tillögu Helgu Völu Helgadóttur , formanns nefndarinnar, um kalla þá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, á fund nefndarinnar vegna ummælanna. Á Klausturfundinum sagði Gunnar Bragi meðal annars að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra á sama tíma og hann skipaði Geir H. Haarde í sendiherrastöðu til að draga athyglina frá skipan Geirs. Hann hafi sagt við formann Sjálfstæðisflokksins að hann ætti þá inni stöðu hjá Sjálfstæðisflokknum. Í færslu Óla Björns segir að í reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis sem sendir séu út í sjónvarpi og á vef Alþingis, komi fram að formanni viðkomandi nefndar beri að leita eftir því með hæfilegum fyrirvara að gestur komi á opinn fund og gera honum grein fyrir efni fundarins. „Þá skulu fjölmiðlar „eiga þess kost að láta fulltrúa sína fylgjast með opnum fundi. Jafnframt skal fundurinn opinn almenningi eftir því sem húsrúm leyfir.“ Ljósvakamiðlum er heimilt að hafa beinar útsendingar frá fundum nefnda sem eru opnir. Ekki liggur fyrir hvenær fundur (fundir) Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður,“ segir í færslu Óla Björns. Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Þeir hafa þó báðir hafnað því að Gunnar Bragi eigi eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum eftir þá skipan.Sjá má færslu Óla Björns að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11
Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15