Innlent

Dæmdur til að sæta meðferð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fyrri árásin átti sér stað árið 2015.
Fyrri árásin átti sér stað árið 2015. vísir/vilhelm
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tveimur vikum dæmdur til að sæta viðeigandi meðferð á geðdeild. Hann var fundinn sekur um tvær líkamsárásir en ekki gerð refsing vegna þeirra sökum sjúkdóms síns.

Fyrri árásin átti sér stað árið 2015 en þá sló hann mann margsinnis með keðju svo af hlaust rifbrot, mar á öxl og áverkar á búk. Í þeirri síðari árið 2017 sló hann reiðhjólamann ítrekað í höfuðið með áhaldi en ekki er tekið fram hvers kyns það var.

Sannað þótti að maðurinn hefði gerst sekur um árásirnar. Hins vegar var það mat geðlækna að refsing myndi lítt stoða. Meðferð hefði bætt ástand ákærða mikið og mikilvægt væri að halda henni áfram. Var hann því dæmdur til að sæta eftirliti og meðferð geðlækna og fylgja fyrirmælum um lyfjameðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×