Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarp stjórnarflokkanna varð að lögum í dag með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Flestir í stjórnarandstöðunni segja að verið sé að hygla útgerðinni með lækkun veiðigjalda en stjórnarflokkarnir segja innheimtu gjaldanna færða nær verðmæti afla á hverjum tíma. Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. En samkvæmt frumvarpinu lækka veiðigjöld töluvert á næsta ári miðað við árið í ár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði lögin hvetja til bókhaldsbrellna og skattaundanskota. “Sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að mun verða þess valdandi að ríkissjóður verður af um fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,” sagði Þórhildur Sunna við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í dag. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar var á öðru máli. “Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna aðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,” sagði Lilja Rafney.Þetta umdeilda frumvarp var að lokum afgreitt með atkvæðum þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna sat hjá ásamt þingmönnum Miðflokksins. En Andrés Ingi Jónsson flokksbróðir hennar sem var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna hafði áður list því yfir að hann ætlaði einnig að sitja hjá. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeirra á meðal Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.“Ríkisstjórnin er hér að ná í gegn helsta baráttumáli sínu. Hér fellir ríkisstjórnin grímuna. Ekki minnsta tilraun gerð til að reyna að ná einhverri sátt um þetta mál. Hér sést auðvitað hin pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna,” sagði Þorsteinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undraðist þennan málflutning enda væri með frumvarpinu verið að færa veiðigjöldin nær raunverulegu aflaverðmæti útgerðanna. “Hér er verið að leggja til þrjátíu og þriggja prósenta gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk. Þegar afkoman batnar mun það skila sér í hærri veiðigjöldum og þegar afkoman versnar mun það skila sér í lægri veiðigjöldum. Þetta er satt að segja grunnhugmynd sem ég taldi vera all góða samstöðu um á Alþingi eftir að hafa fylgst með þessari umræðu allt frá árinu 2012 þegar við settum fyrst sérstaka veiðigjaldið á,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp stjórnarflokkanna varð að lögum í dag með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Flestir í stjórnarandstöðunni segja að verið sé að hygla útgerðinni með lækkun veiðigjalda en stjórnarflokkarnir segja innheimtu gjaldanna færða nær verðmæti afla á hverjum tíma. Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. En samkvæmt frumvarpinu lækka veiðigjöld töluvert á næsta ári miðað við árið í ár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði lögin hvetja til bókhaldsbrellna og skattaundanskota. “Sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að mun verða þess valdandi að ríkissjóður verður af um fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,” sagði Þórhildur Sunna við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í dag. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar var á öðru máli. “Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna aðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,” sagði Lilja Rafney.Þetta umdeilda frumvarp var að lokum afgreitt með atkvæðum þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna sat hjá ásamt þingmönnum Miðflokksins. En Andrés Ingi Jónsson flokksbróðir hennar sem var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna hafði áður list því yfir að hann ætlaði einnig að sitja hjá. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeirra á meðal Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.“Ríkisstjórnin er hér að ná í gegn helsta baráttumáli sínu. Hér fellir ríkisstjórnin grímuna. Ekki minnsta tilraun gerð til að reyna að ná einhverri sátt um þetta mál. Hér sést auðvitað hin pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna,” sagði Þorsteinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undraðist þennan málflutning enda væri með frumvarpinu verið að færa veiðigjöldin nær raunverulegu aflaverðmæti útgerðanna. “Hér er verið að leggja til þrjátíu og þriggja prósenta gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk. Þegar afkoman batnar mun það skila sér í hærri veiðigjöldum og þegar afkoman versnar mun það skila sér í lægri veiðigjöldum. Þetta er satt að segja grunnhugmynd sem ég taldi vera all góða samstöðu um á Alþingi eftir að hafa fylgst með þessari umræðu allt frá árinu 2012 þegar við settum fyrst sérstaka veiðigjaldið á,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira