Heimsmeistarinn slapp með skrekkinn og eina konan er úr leik á HM í pílu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2018 10:44 Lisa Ashton var eina konan í úrslitum HM í pílu í ár. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í pílu hófst í gærkvöldi með fjórum viðureignum í 64 manna úrslitum og flestar augu voru örugglega á ríkjandi heimsmeistara og einu konunni sem komst í úrslitakeppnina í ár. Eins og alltaf á þessum tíma ársins þá keppa besta pílufólk heims um heimsmeistaratitilinn og að þessu sinni er keppt um 2019 titilinn. Úrslitaleikur mótsins fer fram 1. janúar næstkomandi. Stöð 2 Sport fylgist vel með heimsmeistaramótinu að þessu sinni og eru beinar útsendingar á næstum því hverjum degi fram á nýársdag. Heimsmeistarinn Rob Cross frá Englandi tapaði fyrsta setti 3-0 á móti Hollendingnum Jeffrey de Zwaan en tókst að merja 3-2 sigur í setti tvö og tryggði sér síðan sæti í 32 manna úrslitum með því að vinna þriðja og fjórða settið 3-1. Jeffrey de Zwaan hafði fyrr um kvöldið slegið út Nitin Kumar frá Indlandi. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Rob Cross í gær. Lisa Ashton var eina konan sem keppir í úrslitunum í ár og hún byrjaði frábærlega á móti Hollendingnum Jan Dekker með því að vinna fyrsta settið 3-0. Jan Dekker var brugðið enda fékk Lisa mikinn stuðning í salnum en Hollendingnum tókst engu að síður að koma sterkur til baka og vinna þrjú sett í röð, 3-0, 3-2 og 3-1. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Jan Dekker og Lisa Ashton í gær. Cody Harris frá Nýja Sjálandi komst einnig áfram í gær. Cody Harris vann frekar óvæntan sigur á Martin Schindler frá Þýskalandi í jöfnum og skemmtilegum leik. Úrslitin réðust ekki fyrr en í oddasettinu sem Harris vann 3-1. Átta viðureignir fara fram í dag, sex í 64 manna úrslitum og tvær í 32 manna úrslitum. 32 bestu pílararnir sátu hjá í fyrstu umferðinni. Tvær útsendingar verða frá HM í pílu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Sú fyrri klukkan 12.30 og sú seinni klukkan 19.00. Aðrar íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílu hófst í gærkvöldi með fjórum viðureignum í 64 manna úrslitum og flestar augu voru örugglega á ríkjandi heimsmeistara og einu konunni sem komst í úrslitakeppnina í ár. Eins og alltaf á þessum tíma ársins þá keppa besta pílufólk heims um heimsmeistaratitilinn og að þessu sinni er keppt um 2019 titilinn. Úrslitaleikur mótsins fer fram 1. janúar næstkomandi. Stöð 2 Sport fylgist vel með heimsmeistaramótinu að þessu sinni og eru beinar útsendingar á næstum því hverjum degi fram á nýársdag. Heimsmeistarinn Rob Cross frá Englandi tapaði fyrsta setti 3-0 á móti Hollendingnum Jeffrey de Zwaan en tókst að merja 3-2 sigur í setti tvö og tryggði sér síðan sæti í 32 manna úrslitum með því að vinna þriðja og fjórða settið 3-1. Jeffrey de Zwaan hafði fyrr um kvöldið slegið út Nitin Kumar frá Indlandi. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Rob Cross í gær. Lisa Ashton var eina konan sem keppir í úrslitunum í ár og hún byrjaði frábærlega á móti Hollendingnum Jan Dekker með því að vinna fyrsta settið 3-0. Jan Dekker var brugðið enda fékk Lisa mikinn stuðning í salnum en Hollendingnum tókst engu að síður að koma sterkur til baka og vinna þrjú sett í röð, 3-0, 3-2 og 3-1. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Jan Dekker og Lisa Ashton í gær. Cody Harris frá Nýja Sjálandi komst einnig áfram í gær. Cody Harris vann frekar óvæntan sigur á Martin Schindler frá Þýskalandi í jöfnum og skemmtilegum leik. Úrslitin réðust ekki fyrr en í oddasettinu sem Harris vann 3-1. Átta viðureignir fara fram í dag, sex í 64 manna úrslitum og tvær í 32 manna úrslitum. 32 bestu pílararnir sátu hjá í fyrstu umferðinni. Tvær útsendingar verða frá HM í pílu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Sú fyrri klukkan 12.30 og sú seinni klukkan 19.00.
Aðrar íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira