Innlent

Reynir býður Arnþrúði sátt

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Reynir Traustason.
Reynir Traustason. fréttablaðið/stefán
Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV og stjórnarformaður Stundarinnar, býður Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, að draga ummæli sem hún lét falla um Reyni til baka, biðjast afsökunar og greiða 700 þúsund krónur til að sleppa við meiðyrðamál.

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ er meðal ummæla sem Arnþrúður lét falla og Reynir vill fá dæmd ómerk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×