Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2018 10:18 Sigurður Sólmundarson og hnappurinn góði. Sem gæti nánast verið fyrirmynd teikninga í umdeildri bók Birgittu Lára fer til læknis. Ef þeir sem liggja á Borgarspítalanum þurfa aðstoð geta þeir kallað til hjúkrunarfræðing með því að ýta á þar til gerðan hnapp. Svo ekkert fari á milli mála á hvern er kallað er það sýnt með myndrænum hætti. Ekki verður betur séð en sú mynd ýti undir staðalímynd þá sem fer fyrir brjóstið á sumum hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir kvenkyns hjúkrunarfræðing með kappa og í stuttu pilsi.Myndin við hnappinn vekur mikla athygli Sigurður Sólmundarson múrari, sem betur er þekktur sem Costco-gaurinn, liggur nú á Borgarspítalanum eftir að hafa lent í árekstri. Vísir ræddi við Sigurð á dögunum en hann er brotinn á báðum fótum, úlnliður er brotinn og hann allur krambúleraður og bólginn. Hann var heppinn að sleppa lifandi en allt jólahald á þeim bænum er í uppnámi. Sigurður heldur vinum sínum á Facebook upplýstum um stöðu mála en eitt af því sem vakti athygli hans á spítalanum er téður hnappur. Hann birti ljósmynd af honum og myndinni sem auðkennir hnappinn. Sú mynd hefur vakið nokkra athygli og verið deilt um víðan völl á netinu. Undir myndinni eru fjörlegar umræður, ýmsum þykir þetta skjóta skökku við og þar er meðal annars sagt: „Og svo brjálast allir út í Birgittu þegar hún teiknar hjúkkurnar í kjól og með kappa“. Hnappurinn gæti ýtt undir skaðlega staðalímynd Myndin kallast á við eitt af mörgum sérstæðum fréttamálum ársins; en sumir hjúkrunarfræðingar urðu gramir vegna myndar sem dregin er upp af stéttinni í barnabók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis. Þeim finnst heldur lítið gert úr hinu mikilvæga starfi hjúkrunarfræðinga; sá hjúkrunarfræðingur sem kemur við sögu er kallaður hjúkrunarkona og myndin í bókinni er nánast eins og sú mynd sem notuð er til að auðkenna hnappinn sem sjúklingar ýta á vilji þeir kalla til hjúkrunarfræðing sér til aðstoðar.Uppfært 11:00Anna Sigrún Baldursdóttir er aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans og Vísir bar þetta undir hana, hvort þessir hnappar gætu ekki reynst stórskaðlegir þegar litið er til ímyndar hjúkrunarfræðingar?Anna Sigrún Baldursdóttir segir kallkerfið komið til ára sinna.Vísir/GVAAnna Sigrún gaf nú ekki mikið fyrir það í sjálfu sér en segir að fyrst beri til þess að líta að það séu ekkert endilega hjúkrunarfræðingar sem svari þessari tilteknu bjöllu heldur líklegra að um sé að ræða sjúkraliða. Og þar sé stór hópur karla. Hún segir að þetta séu gamlir hnappar og úreltir. Kallkerfið sé orðið mjög gamalt, eins og ýmislegt annað á spítalanum.Kallkerfi komið til ára sinna „Við skiptum þessu út eins og efni standa til og leggjum áherslu á að birtingarmynd af starfsfólki sé í samræmi við raunveruleikann og þessi er það nú ekki.“Anna Sigrún bendir á að á nýjum hnöppum birtist allt önnur mynd sem er meira í takti við það sem gerist og gengur í þessum efnum. Hún segir að birtingarmynd gömlu hnappanna sé ekki í takti við raunveruleikann. Og sú mynd sem til dæmis birtist af læknum; skeggjaður með bindi og í slopp, sé til að mynda á skjön við raunveruleikann dagsins í dag. Nú sé til dæmis staðan sú að nokkurn veginn jafn margir karlar og konur eru læknar við spítalann, þó það geti verið mismunandi milli deilda. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Ef þeir sem liggja á Borgarspítalanum þurfa aðstoð geta þeir kallað til hjúkrunarfræðing með því að ýta á þar til gerðan hnapp. Svo ekkert fari á milli mála á hvern er kallað er það sýnt með myndrænum hætti. Ekki verður betur séð en sú mynd ýti undir staðalímynd þá sem fer fyrir brjóstið á sumum hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir kvenkyns hjúkrunarfræðing með kappa og í stuttu pilsi.Myndin við hnappinn vekur mikla athygli Sigurður Sólmundarson múrari, sem betur er þekktur sem Costco-gaurinn, liggur nú á Borgarspítalanum eftir að hafa lent í árekstri. Vísir ræddi við Sigurð á dögunum en hann er brotinn á báðum fótum, úlnliður er brotinn og hann allur krambúleraður og bólginn. Hann var heppinn að sleppa lifandi en allt jólahald á þeim bænum er í uppnámi. Sigurður heldur vinum sínum á Facebook upplýstum um stöðu mála en eitt af því sem vakti athygli hans á spítalanum er téður hnappur. Hann birti ljósmynd af honum og myndinni sem auðkennir hnappinn. Sú mynd hefur vakið nokkra athygli og verið deilt um víðan völl á netinu. Undir myndinni eru fjörlegar umræður, ýmsum þykir þetta skjóta skökku við og þar er meðal annars sagt: „Og svo brjálast allir út í Birgittu þegar hún teiknar hjúkkurnar í kjól og með kappa“. Hnappurinn gæti ýtt undir skaðlega staðalímynd Myndin kallast á við eitt af mörgum sérstæðum fréttamálum ársins; en sumir hjúkrunarfræðingar urðu gramir vegna myndar sem dregin er upp af stéttinni í barnabók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis. Þeim finnst heldur lítið gert úr hinu mikilvæga starfi hjúkrunarfræðinga; sá hjúkrunarfræðingur sem kemur við sögu er kallaður hjúkrunarkona og myndin í bókinni er nánast eins og sú mynd sem notuð er til að auðkenna hnappinn sem sjúklingar ýta á vilji þeir kalla til hjúkrunarfræðing sér til aðstoðar.Uppfært 11:00Anna Sigrún Baldursdóttir er aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans og Vísir bar þetta undir hana, hvort þessir hnappar gætu ekki reynst stórskaðlegir þegar litið er til ímyndar hjúkrunarfræðingar?Anna Sigrún Baldursdóttir segir kallkerfið komið til ára sinna.Vísir/GVAAnna Sigrún gaf nú ekki mikið fyrir það í sjálfu sér en segir að fyrst beri til þess að líta að það séu ekkert endilega hjúkrunarfræðingar sem svari þessari tilteknu bjöllu heldur líklegra að um sé að ræða sjúkraliða. Og þar sé stór hópur karla. Hún segir að þetta séu gamlir hnappar og úreltir. Kallkerfið sé orðið mjög gamalt, eins og ýmislegt annað á spítalanum.Kallkerfi komið til ára sinna „Við skiptum þessu út eins og efni standa til og leggjum áherslu á að birtingarmynd af starfsfólki sé í samræmi við raunveruleikann og þessi er það nú ekki.“Anna Sigrún bendir á að á nýjum hnöppum birtist allt önnur mynd sem er meira í takti við það sem gerist og gengur í þessum efnum. Hún segir að birtingarmynd gömlu hnappanna sé ekki í takti við raunveruleikann. Og sú mynd sem til dæmis birtist af læknum; skeggjaður með bindi og í slopp, sé til að mynda á skjön við raunveruleikann dagsins í dag. Nú sé til dæmis staðan sú að nokkurn veginn jafn margir karlar og konur eru læknar við spítalann, þó það geti verið mismunandi milli deilda.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53
Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56
Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36