Innlent

Eygló Harðardóttir kölluð galin kerlingarklessa

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum.
Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. vísir/anton

Einn þeirra sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustursbar kallaði Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra „galna kerlingarklessu“ að því er fram kemur á vef Stundarinnar. 
Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins sátu að sumbli með Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni þingmönnum Flokks fólksins á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn. Samtöl þingmannanna voru tekin upp og send til DV og Stundarinnar.

„Hún bjó í Vestmannaeyjum, þess vegna studdi hana enginn,“ á ónefndur þingmaður að hafa sagt við samstarfsfólk sitt. „Það var ekkert í henni, það er ekkert í henni. Það var ekkert að frétta hjá þessari konu. Galin Kerlingarklessa.“

Eygló Harðardóttir var á Alþingi frá árinu 2008-2017 og var félags-og húsnæðismálaráðherra á árunum 2013-2017. 

Voru reknir úr Flokki fólksins

Stjórn Flokks fólksins tók þá ákvörðun klukkan tvö  í gær að reka Karl Gauta og Ólaf Ísleifsson úr flokknum fyrir framgöngu sína á Klausturbar. Niðurstaðan er tekin á þeim grundvelli að þeir hafi verið staðnir að því að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum flokksins. Atkvæði voru greidd um tillöguna en átta voru fylgjandi henni og aðeins einn var á móti.

Uppfært kl. 14:22

Karl Gauti sendi í dag frá sér yfirlýsingu þess efnis að upptökurnar hefðu verið mjög óskýrar en að hann væri, eftir að hafa marghlustað á upptökurnar, viss um að orðin væru ekki hans. Fjölmiðlar hefðu ranglega eignað honum ummælin. Frétt og fyrirsögn hafa verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.