„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 20:50 Inga Björk Margrétar og Bjarnadóttir á Austurvelli í dag. Mynd/Aðsend Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sagði engan af Klaustursþingmönnunum sex hafa „séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ í ræðu sem hún hélt við mótmælin á Austurvelli í dag. Þá lagði hún áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í Klaustursupptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í upptökunum. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr þeim hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Inga var afar harðorð í garð þingmannanna á Austurvelli í dag og sagði engan þeirra hafa beðið Freyju afsökunar. „Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona.Vísir/FreyjaInga lagði jafnframt áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í upptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Þá sagði Inga að ummælin sem viðhöfð væru um Freyju væru svo gróf að hún gæti ekki haft þau eftir. Að síðustu spurði Inga viðstadda hvað þeir hygðust gera til að styðja þær konur sem verði fyrir hatrinu. „Hér sjáum við valdamikla einstaklinga í samfélaginu fara fram af fullri hörku. Þeir virðast aumir og bera fyrir sig gríni, að ekkert megi lengur, að allir tali svona — en við, sem trúum á jafnrétti og mannúð, megum ekki leyfa því að gerast að þetta hafi engar afleiðingar. Fyrir einstaklingana sem urðu fyrir hatrinu og fyrir alla þá hópa sem þau standa í forsvari fyrir. Hatrið má ekki sigra.“ Freyja tjáði sig sjálf um ummæli þingmannanna í pistli á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún sagði ummælin eiga sér djúpar sögulegar rætur og endurspegla ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra, og þannig óæðri manneskjum. Þá væri það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar, líkt og í umræddu tilviki. Ræðu Ingu má nálgast í heild hér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sagði engan af Klaustursþingmönnunum sex hafa „séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ í ræðu sem hún hélt við mótmælin á Austurvelli í dag. Þá lagði hún áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í Klaustursupptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í upptökunum. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr þeim hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Inga var afar harðorð í garð þingmannanna á Austurvelli í dag og sagði engan þeirra hafa beðið Freyju afsökunar. „Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona.Vísir/FreyjaInga lagði jafnframt áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í upptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Þá sagði Inga að ummælin sem viðhöfð væru um Freyju væru svo gróf að hún gæti ekki haft þau eftir. Að síðustu spurði Inga viðstadda hvað þeir hygðust gera til að styðja þær konur sem verði fyrir hatrinu. „Hér sjáum við valdamikla einstaklinga í samfélaginu fara fram af fullri hörku. Þeir virðast aumir og bera fyrir sig gríni, að ekkert megi lengur, að allir tali svona — en við, sem trúum á jafnrétti og mannúð, megum ekki leyfa því að gerast að þetta hafi engar afleiðingar. Fyrir einstaklingana sem urðu fyrir hatrinu og fyrir alla þá hópa sem þau standa í forsvari fyrir. Hatrið má ekki sigra.“ Freyja tjáði sig sjálf um ummæli þingmannanna í pistli á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún sagði ummælin eiga sér djúpar sögulegar rætur og endurspegla ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra, og þannig óæðri manneskjum. Þá væri það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar, líkt og í umræddu tilviki. Ræðu Ingu má nálgast í heild hér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11