Enginn hefur enn beðið Freyju afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2018 11:46 Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður. Vísir/Freyja Enginn þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í síðustu viku hefur beðið Freyju Haraldsdóttur, baráttukonu og fyrrverandi þingmann, afsökunar á ummælum sem viðhöfð voru um hana umrætt kvöld. Freyja staðfestir þetta í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir vakti athygli á framtaksleysi þingmannanna í ræðu sem hún hélt á mótmælum vegna Klaustursupptakanna á Austurvelli í gær.Inga Björk Margrétar og Bjarnadóttir á Austurvelli í gær.Mynd/Aðsend„Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga í ræðu sinni. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“ Freyja segir í samtali við Vísi á tólfta tímanum að sér hafi ekki borist afsökunarbeiðni frá neinum þingmannanna í kjölfar umfjöllunar um málið í gær. Hún segist aðspurð engu hafa við það að bæta að svo stöddu. Freyja kom þó í gær á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa sent henni kærleikskveðjur í kjölfar Klaustursmálsins. Þá sagðist hún vona að beinir þolendur ofbeldisins séu einnig umvafðir samstöðu og hlýju. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr Klaustursupptökunum hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Sjá meira
Enginn þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í síðustu viku hefur beðið Freyju Haraldsdóttur, baráttukonu og fyrrverandi þingmann, afsökunar á ummælum sem viðhöfð voru um hana umrætt kvöld. Freyja staðfestir þetta í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir vakti athygli á framtaksleysi þingmannanna í ræðu sem hún hélt á mótmælum vegna Klaustursupptakanna á Austurvelli í gær.Inga Björk Margrétar og Bjarnadóttir á Austurvelli í gær.Mynd/Aðsend„Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga í ræðu sinni. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“ Freyja segir í samtali við Vísi á tólfta tímanum að sér hafi ekki borist afsökunarbeiðni frá neinum þingmannanna í kjölfar umfjöllunar um málið í gær. Hún segist aðspurð engu hafa við það að bæta að svo stöddu. Freyja kom þó í gær á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa sent henni kærleikskveðjur í kjölfar Klaustursmálsins. Þá sagðist hún vona að beinir þolendur ofbeldisins séu einnig umvafðir samstöðu og hlýju. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr Klaustursupptökunum hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Sjá meira
Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50