Lífið

Upplifði drauminn en fékk einnig óvænta gjöf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ryan Matthewson átti góðan dag í Miami.
Ryan Matthewson átti góðan dag í Miami.
Strákarnir tveir í Yes Theory efndu á dögunum til samkeppni á YouTube síðu sinni þar sem áhorfendur gátu sent inn umsókn um aðstoð frá þeim að upplifa þeirra helsta draum. Í kjölfarið ætla þeir síðan að aðstoða fólk að upplifa þann draum.

Til að taka þátt varð fólk að senda þeim útskýringu á drauminum og einnig voru allir spurðir hvort þeir skulduðu eitthvað í námslán. Ástæðan fyrir seinni spurningunni er núna komin í ljós og sést það í nýjasta myndbandinu frá drengjunum í Yes Theory.

Það hefur alltaf verið draumur Ryan Matthewson að verða geimfari en hann vinnur sjálfur hjá NASA. Drengirnir hittu Ryan í Miami í Flórída og komu honum heldur betur á óvart.

Ryan fékk að fara í æfingabúðir í þyngdarleysi og sendi átrúnargoð hans, geimfarinn Chris Hadfield, honum einnig skilaboð fyrir stóru stundina.

Að lokum var komið að síðustu óvæntu uppákomunni en mennirnir á bakvið Yes Theory borguðu upp námslánin hans en hann skuldaði háa upphæð.

Viðbrögðin voru mögnuð eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×