Innlent

Ökumenn leggi ekki af stað nema bíllinn sé búinn til vetraraksturs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá umferðinni í snjónum síðastliðinn vetur. Það er ekki alveg snjóþungt núna í morgunsárið en engu að síður ættu ökumenn að huga að færðinni.
Frá umferðinni í snjónum síðastliðinn vetur. Það er ekki alveg snjóþungt núna í morgunsárið en engu að síður ættu ökumenn að huga að færðinni. vísir/hanna

Það er snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu en snjómokstursmenn hafa verið á ferð síðan í nótt við að moka götur bæjarins fyrir morgunumferðina.

Á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru ökumenn minntir á að leggja ekki af stað nema bíllinn sé búinn til vetraraksturs.

Færð og aðstæður á vegum um landið eru þessar samkvæmt vef Vegagerðarinnar:

Suðurland: Snjóþekja er mjög víða en þæfingsfærð milli Víkur og Steina en þar er unnið að hreinsun.

Suðvesturland: Hálkublettir eru á Reykjnesbraut og Kjalarnesi, hálka á Hellisheiði en annars víða snjóþekja.

Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir á flestum leiðum.

Vesturland: Þar er snjóþekja á flestum leiðum en ófært á Fróðárheiði. Þæfingsfærð er á Vatnaleið og í Staðarsveit en unnið að hreinsun. Þungfært er á milli Búða og Hellna á Snæfellsnesi.  

Vestfirðir: Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum og éljagangur á stöku stað. Þungfært er frá Drangsnesi yfir í Bjarnarfjörð og ófært norður í Árneshrepp.

Norðurland: Víða er snjóþekja eða hálka á vegum en þæfingsfærð er úr Hrútafirði og austur að Víðidal og einnig þæfingsfærð á Vatnsskarði en unnið að hreinsun.   

Norðausturland: Þar er hálka á flestum leiðum en þungfært í Bárðardal. Dettifossvegur er lokaður.
 
Austurland: Hálka er víðast hvar á  vegum en lokað er um Breiðdalsheiði og Öxi.

Suðausturland: Greiðfært er frá Reyðarfirði að Hvalnesi en þar eru hálkublettir vestur að Skeiðarársandi og snjóþekja í Eldhrauni og á Mýrdalssandi.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.