Segja orð Sigmundar Davíðs lágkúru og grófa aðför að þingmönnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 14:51 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir voru ekki hrifnar af orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í sjónvarpsviðtölum í gær þess efnis að algengt væri að þingmenn töluðu illa um kollega sína. Nokkrir þingmenn gerðu Klaustursupptökurnar að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar á meðal var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem kom karlkyns kollegum sínum til varnar í ljósi ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í fjölmiðlum í gær um að sú orðræða sem viðhöfð var í spjalli þingmannanna á Klaustur bar væri ekkert nýmæli á meðal þingmanna. „Formaður Miðflokksins vill meina að sú stæka kvenfyrirlitning, fötlunarfordómar og fordómar gegn samkynhneigðum sem ullu upp úr honum og nokkrum þingmönnum á bar á dögunum sé alsiða á Alþingi og því eigi alþingismenn, og sér í lagi karlmenn á þingi, að líta í eigin barm. Þetta sé spurning um menningu á þinginu. Mér þykir þetta gróf aðför alþingismannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að kollegum sínum hér á þingi og ég trúi því ekki að hann segi satt. Ég vil koma karlkyns kollegum mínum hér til varnar vegna þess að hér er um týpískan fyrirslátt að ræða sem á ekki við rök að styðjast,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði að ef eitthvað þyrfti að laga í menningu þingsins þá væru það viðbrögð formanns Miðflokksins. „Sem kristallast svo vel í bæn narsissistans og er lýsandi fyrir þessa skaðlegu menningu, því þau eru alsiða þegar upp kemst um mistök og misgjörðir alþingismanna. Þetta gerðist ekki og ef þetta gerðist þá var það ekki svo slæmt. Og ef það var slæmt þá er það samt ekkert stórmál. Og ef það er eitthvað mál þá meinti ég ekkert með því og ef ég meinti eitthvað með því þá áttirðu það skilið. Hættum að nota þessar afsakanir,“ sagði Þórhildur Sunna og mátti heyra þingmenn taka undir orð hennar þar sem „heyr, heyr“ ómaði í þingsal.„Ykkar sexmenninganna er skömmin, þið eigið að axla ábyrgð“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, fjallaði líka um orð Sigmundar Davíðs í ræðu sinni. „Lágkúran gagnvart okkur þingmönnum hélt svo áfram í gærkvöldi í sjónvarpsviðtölum þegar háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram að sú orðræða sem viðhöfð var af hans hálfu og nokkurra annarra þingmanna um samstarfsfólk sitt og aðra sé hefðbundin, sé algeng og að þingið væri jafnvel ekki starfhæft ef allir væru dregnir fram sem svo hafa talað. Virðulegur forseti, það er óásættanlegt að sitja undir slíkum dylgjum. Það væri réttara nú, þegar formlegur ferill er hafinn á þessu máli, að gerendurnir hefðu manndóm til að láta eiga sig að reyna að drepa málinu á dreif með því að segja að hér inni beri allir ábyrgð enda væri það aldrie nein afsökun,“ sagði Bjarkey og lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Ykkar sexmenninganna er skömmin, þið eigið að axla ábyrgð.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna“ BBC fjallar um klaustursupptökurnar svokölluðu. 3. desember 2018 17:30 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Nokkrir þingmenn gerðu Klaustursupptökurnar að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar á meðal var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem kom karlkyns kollegum sínum til varnar í ljósi ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í fjölmiðlum í gær um að sú orðræða sem viðhöfð var í spjalli þingmannanna á Klaustur bar væri ekkert nýmæli á meðal þingmanna. „Formaður Miðflokksins vill meina að sú stæka kvenfyrirlitning, fötlunarfordómar og fordómar gegn samkynhneigðum sem ullu upp úr honum og nokkrum þingmönnum á bar á dögunum sé alsiða á Alþingi og því eigi alþingismenn, og sér í lagi karlmenn á þingi, að líta í eigin barm. Þetta sé spurning um menningu á þinginu. Mér þykir þetta gróf aðför alþingismannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að kollegum sínum hér á þingi og ég trúi því ekki að hann segi satt. Ég vil koma karlkyns kollegum mínum hér til varnar vegna þess að hér er um týpískan fyrirslátt að ræða sem á ekki við rök að styðjast,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði að ef eitthvað þyrfti að laga í menningu þingsins þá væru það viðbrögð formanns Miðflokksins. „Sem kristallast svo vel í bæn narsissistans og er lýsandi fyrir þessa skaðlegu menningu, því þau eru alsiða þegar upp kemst um mistök og misgjörðir alþingismanna. Þetta gerðist ekki og ef þetta gerðist þá var það ekki svo slæmt. Og ef það var slæmt þá er það samt ekkert stórmál. Og ef það er eitthvað mál þá meinti ég ekkert með því og ef ég meinti eitthvað með því þá áttirðu það skilið. Hættum að nota þessar afsakanir,“ sagði Þórhildur Sunna og mátti heyra þingmenn taka undir orð hennar þar sem „heyr, heyr“ ómaði í þingsal.„Ykkar sexmenninganna er skömmin, þið eigið að axla ábyrgð“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, fjallaði líka um orð Sigmundar Davíðs í ræðu sinni. „Lágkúran gagnvart okkur þingmönnum hélt svo áfram í gærkvöldi í sjónvarpsviðtölum þegar háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram að sú orðræða sem viðhöfð var af hans hálfu og nokkurra annarra þingmanna um samstarfsfólk sitt og aðra sé hefðbundin, sé algeng og að þingið væri jafnvel ekki starfhæft ef allir væru dregnir fram sem svo hafa talað. Virðulegur forseti, það er óásættanlegt að sitja undir slíkum dylgjum. Það væri réttara nú, þegar formlegur ferill er hafinn á þessu máli, að gerendurnir hefðu manndóm til að láta eiga sig að reyna að drepa málinu á dreif með því að segja að hér inni beri allir ábyrgð enda væri það aldrie nein afsökun,“ sagði Bjarkey og lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Ykkar sexmenninganna er skömmin, þið eigið að axla ábyrgð.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna“ BBC fjallar um klaustursupptökurnar svokölluðu. 3. desember 2018 17:30 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna“ BBC fjallar um klaustursupptökurnar svokölluðu. 3. desember 2018 17:30
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03