Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 23:43 Samgönguráðherra segir að landsbyggðarbúar eigi fyrst von á 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum sínum árið 2020, líkt og útlistað er í nýrri skýrslu starfshóps samgönguráðherra. Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. Mun ódýrara verður fyrir íbúa landsbyggðarinnar að fljúga innanlands á næstu árum verði tillögur starfshópsins um eflingu innanlandsflugs að veruleika. Greint var frá því í dag að lagt væri til að þeir sem búa í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fái 50% af flugfargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan nái að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kemst á kerfið. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði aðspurður í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann teldi mjög líklegt að tillögurnar um niðurgreiðslu nái fram að ganga. „Við stefnum á að þessi tillaga gæti orðið að veruleika á árinu 2020. Tillaga nefndarinnar er í þá veru og nú fer þetta inn í umhverfis- og samgöngunefnd og verður hluti af samgönguáætluninni sem verður lokið við í næstu viku.“ Þá sé erfitt að segja til um hver kostnaðurinn við niðurgreiðslurnar verði. „Þegar að fyrstu drög voru kynnt þá töldu menn að þetta gæti kostað sex, sjö hundruð, átta hundruð milljónir. Ef allir sextíu þúsund nýta sér þetta að hámarki held ég að kostnaðurinn væri einn og hálfur milljarður,“ sagði Sigurður Ingi. Samgöngur Tengdar fréttir Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Samgönguráðherra segir að landsbyggðarbúar eigi fyrst von á 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum sínum árið 2020, líkt og útlistað er í nýrri skýrslu starfshóps samgönguráðherra. Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. Mun ódýrara verður fyrir íbúa landsbyggðarinnar að fljúga innanlands á næstu árum verði tillögur starfshópsins um eflingu innanlandsflugs að veruleika. Greint var frá því í dag að lagt væri til að þeir sem búa í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fái 50% af flugfargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan nái að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kemst á kerfið. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði aðspurður í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann teldi mjög líklegt að tillögurnar um niðurgreiðslu nái fram að ganga. „Við stefnum á að þessi tillaga gæti orðið að veruleika á árinu 2020. Tillaga nefndarinnar er í þá veru og nú fer þetta inn í umhverfis- og samgöngunefnd og verður hluti af samgönguáætluninni sem verður lokið við í næstu viku.“ Þá sé erfitt að segja til um hver kostnaðurinn við niðurgreiðslurnar verði. „Þegar að fyrstu drög voru kynnt þá töldu menn að þetta gæti kostað sex, sjö hundruð, átta hundruð milljónir. Ef allir sextíu þúsund nýta sér þetta að hámarki held ég að kostnaðurinn væri einn og hálfur milljarður,“ sagði Sigurður Ingi.
Samgöngur Tengdar fréttir Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08