Sport

Gunnar: Þessi bardagi skiptir öllu máli

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Það verður gaman að sjá Gunnar labba aftur í búrið.
Það verður gaman að sjá Gunnar labba aftur í búrið. vísir/getty

Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson er hann berst gegn Alex Oliveira á laugardag. Tap kastar honum langt aftur í goggunarröðinni en sigur kemur honum aftur í umræðuna í bardaga gegn þeim bestu.

Það eru tíu ár síðan nafn Gunnars fór að heyrast í fyrsta skipti heima á Íslandi og mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Er hann sáttur við stöðuna sem hann er í núna tíu árum síðar?

„Auðvitað hefði maður kannski hugsað fyrir einhverjum árum að maður vildi vera kominn lengra en svona virkar þetta bara. Þú ert bara sáttur við þann stað sem þú ert á hverju sinni og þannig ýtirðu þér áfram. Það þýðir ekkert annað og ég er því mjög sáttur,“ sagði bardagakappinn heimspekilegur.

Gunnar á aðeins þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC og hann segir að það sé alltaf mikið undir.

„Þessi bardagi skiptir öllu máli upp á allt. Eins og mér finnst þetta alltaf vera. Það má örugglega finna upp óteljandi ástæður af hverju þessi bardagi skiptir svona miklu máli. Fyrir mér skiptir alltaf næsti bardagi mestu máli.“

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagi Gunnars á laugardag er í beinni á Stöð 2 Sport.

Klippa: Gríðarlega mikilvægur bardagi


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.