Gunnar: Hrós að fólk haldi að ég sé á sterum Anton Ingi Leifsson skrifar 5. desember 2018 23:00 Gunnar í viðtalinu í dag. vísir/skjáskot Á laugardaginn labbar Gunnar Nelson inn í búrið í sínum fyrsta UFC-bardaga í átján mánuði. Andstæðingur hans er Brasilíumaðurinn Alex Oliveira. Mynd sem Gunnar birti af sér í síðustu viku vakti mikla athygli en Gunnar er í rosalegu formi. Henry Birgir Gunnarsson er í Toronto og spurði Gunnar í hversu góðu formi hann væri í.One week #UFC231pic.twitter.com/mui7fGu1XI — Gunnar Nelson (@GunniNelson) December 1, 2018 „Það hefur aldrei verið lagður svona mikill fókus á þessa þætti. Ég hef aldrei verið með neinn jafn kláran í þessu og ég er með núna, til þess að halda alveg utan um þetta,“ sagði Gunnar á fjölmiðlaviðburði dagsins. „Það munar öllu heldur en að vera gera þetta sjálfur. Ég hef aldrei verið í svona góðu formi,“ en einhverjir “spekingar” vilja meina að formið hjá Gunnari sé tilkomið vegna einhverja utanaðkomandi efna. Hvernig er að hlusta á svoleiðis rugl? „Það er ágætis hrós. Þeir geta haldið það. Ég tek því sem hrósi. Ég hef aldrei snert á neinu mitt heila líf.“ Gunnar er spenntur fyrir bardaganum en hann segir að mótherjinn sé hættulegur. „Ég sé fyrir mér að Alex verði villtur. Hann er það. Hann kemur inn og óður í að ná höggunum og veður áfram. Hann er seigur og sterkur og góður íþróttamaður. Hann veit alveg hvað hann er að gera.“ „Ég held ég geti nýtt mér tækifærið er hann fer að vaða of mikið inn. Eins og alltaf þá mun ég reyna að klára bardagann. Ég er ekki að fara þangað inn til þess að vinna á stigum.“ „Hvort sem ég næ að slá hann niður eða sæki á hann og klára þar. Það kemur í ljós,“ en Alex hefur sagt að hann ætli að klára okkar mann í fyrstu lotu. Gunnar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það sé mjög ólíklegt.“Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardaginn Gunnars á laugardag er svo í beinni á Stöð 2 Sport. Viðtalið í heild sinni við Gunnar Aðrar íþróttir Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Á laugardaginn labbar Gunnar Nelson inn í búrið í sínum fyrsta UFC-bardaga í átján mánuði. Andstæðingur hans er Brasilíumaðurinn Alex Oliveira. Mynd sem Gunnar birti af sér í síðustu viku vakti mikla athygli en Gunnar er í rosalegu formi. Henry Birgir Gunnarsson er í Toronto og spurði Gunnar í hversu góðu formi hann væri í.One week #UFC231pic.twitter.com/mui7fGu1XI — Gunnar Nelson (@GunniNelson) December 1, 2018 „Það hefur aldrei verið lagður svona mikill fókus á þessa þætti. Ég hef aldrei verið með neinn jafn kláran í þessu og ég er með núna, til þess að halda alveg utan um þetta,“ sagði Gunnar á fjölmiðlaviðburði dagsins. „Það munar öllu heldur en að vera gera þetta sjálfur. Ég hef aldrei verið í svona góðu formi,“ en einhverjir “spekingar” vilja meina að formið hjá Gunnari sé tilkomið vegna einhverja utanaðkomandi efna. Hvernig er að hlusta á svoleiðis rugl? „Það er ágætis hrós. Þeir geta haldið það. Ég tek því sem hrósi. Ég hef aldrei snert á neinu mitt heila líf.“ Gunnar er spenntur fyrir bardaganum en hann segir að mótherjinn sé hættulegur. „Ég sé fyrir mér að Alex verði villtur. Hann er það. Hann kemur inn og óður í að ná höggunum og veður áfram. Hann er seigur og sterkur og góður íþróttamaður. Hann veit alveg hvað hann er að gera.“ „Ég held ég geti nýtt mér tækifærið er hann fer að vaða of mikið inn. Eins og alltaf þá mun ég reyna að klára bardagann. Ég er ekki að fara þangað inn til þess að vinna á stigum.“ „Hvort sem ég næ að slá hann niður eða sæki á hann og klára þar. Það kemur í ljós,“ en Alex hefur sagt að hann ætli að klára okkar mann í fyrstu lotu. Gunnar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það sé mjög ólíklegt.“Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardaginn Gunnars á laugardag er svo í beinni á Stöð 2 Sport. Viðtalið í heild sinni við Gunnar
Aðrar íþróttir Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira