Lífið

Ódýr og öðruvísi bleik jól

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórunn Högna þekkir jólaskrautið mjög vel.
Þórunn Högna þekkir jólaskrautið mjög vel.

Stílistinn og fjölmiðlakonan Þórunn Högna er alltaf með puttann á púlsinum í nýjustu tískustraumum heimilisins og hún hefur meðal annars verið að undanförnu að vinna fyrir Hús og Híbýli.

Í fyrra sýndi hún okkur í Aðventuþáttum Stöðvar 2 sínar klassísku og fallegu jólaskreytingar. En núna er hún að fara alveg nýja og spennandi og öðruvísi leið í skreytingum og þar er bleiki liturinn með glimmer og gulli í aðalhlutverki.

Þórunn er alveg einstaklega frumleg þegar kemur að einföldum og ódýrum lausnum sem á sama tíma gefa svo skemmtilega stemningu, eins og til dæmis glimmer sem hún setur á þvottaklemmurnar og setur svo á servíetturnar.

Jólatréð hjá Þórunni er mjög ólíkt því sem fólk á að venjast og ansi óvenjulegt með þessu bleika útliti en Vala Matt hitti Þórunni í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá innslagið hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.