Vilja ekki fisk með plast í maganum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 20:00 Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka. Börnin hafa áhyggjur af of mikilli plastnotkun og segja fullorðna þurfa að vera duglegri að ræða við þau um málefni samfélagsins. Í dag er alþjóðadagur barna og er hann haldinn í tilefni af afmælisdegi barnasáttmála sameinuðuþjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur hvatt fjölmiðla, skóla og foreldra til að gefa börnum orðið þennan dag. Laugarnesskóli bauð því upp á Barnaþing skipulagt af krökkum í sjötta bekk. Krakkarnir telja að raddir sínar þurfi að heyrast oftar og hlusta þurfi betur á þau, þeirra skoðanir skipta máli fyrir framtíðina og þau eru að sjálfsögðu með réttindi sín á hreinu eftir daginn. „Að allir fái umhyggju, eigi góða fjölskyldu og mat, fái að fara í skóla og lifa góðu lífi,“ segir Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, ein af börnunum sem skipulagði þingið. Þegar Katla Dögg Vilhjálmsdóttir, samstarfskona hennar á þinginu, er spurð út í hvað Barnasáttmálinn fjalli um liggur ekki á svari: „Börn og að allir eigi rétt á hreinu vatni, mat og því sem þarf á að halda og þannig,“ segir hún. Kristján var ánægður með daginn og sáttur við niðurstöður þingsins. „Það á að hlusta á börn betur og þau eiga að fá að stjórna meira,“ segir hann. Umhverfismálin voru mest rædd og augljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af jörðinni og vilja gera betur. Kristján bendir á að þau hafi áhyggjur af plastinu í sjónum og menguninni frá farartækjunum. Þóranna bætir við að hún hafi stundum áhyggjur af umhverfinu. „Sérstaklega því það er mikið plast í sjónum. Svo förum við og borðum alla fiskana og það gæti verið plast í þeim ef þeir hafa borðað eitthvað. Það er ekki gott að borða fisk með plasti,“ benti hún á. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka. Börnin hafa áhyggjur af of mikilli plastnotkun og segja fullorðna þurfa að vera duglegri að ræða við þau um málefni samfélagsins. Í dag er alþjóðadagur barna og er hann haldinn í tilefni af afmælisdegi barnasáttmála sameinuðuþjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur hvatt fjölmiðla, skóla og foreldra til að gefa börnum orðið þennan dag. Laugarnesskóli bauð því upp á Barnaþing skipulagt af krökkum í sjötta bekk. Krakkarnir telja að raddir sínar þurfi að heyrast oftar og hlusta þurfi betur á þau, þeirra skoðanir skipta máli fyrir framtíðina og þau eru að sjálfsögðu með réttindi sín á hreinu eftir daginn. „Að allir fái umhyggju, eigi góða fjölskyldu og mat, fái að fara í skóla og lifa góðu lífi,“ segir Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, ein af börnunum sem skipulagði þingið. Þegar Katla Dögg Vilhjálmsdóttir, samstarfskona hennar á þinginu, er spurð út í hvað Barnasáttmálinn fjalli um liggur ekki á svari: „Börn og að allir eigi rétt á hreinu vatni, mat og því sem þarf á að halda og þannig,“ segir hún. Kristján var ánægður með daginn og sáttur við niðurstöður þingsins. „Það á að hlusta á börn betur og þau eiga að fá að stjórna meira,“ segir hann. Umhverfismálin voru mest rædd og augljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af jörðinni og vilja gera betur. Kristján bendir á að þau hafi áhyggjur af plastinu í sjónum og menguninni frá farartækjunum. Þóranna bætir við að hún hafi stundum áhyggjur af umhverfinu. „Sérstaklega því það er mikið plast í sjónum. Svo förum við og borðum alla fiskana og það gæti verið plast í þeim ef þeir hafa borðað eitthvað. Það er ekki gott að borða fisk með plasti,“ benti hún á.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent