Kostnaður við nýja vitann stefnir fram úr áætlun og borgin viðurkennir mistök Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 12:30 Frá framkvæmdasvæði Vitans sem mun standa við Sæbraut. Vísir/Vilhelm Nýi innsiglingarvitinn við Sæbraut stefnir 50 til 75 milljónum fram úr áætlun. Í upphafi var áætlaður kostnaður við vitann 75 milljónir króna en í svari Reykjavíkurborgar segir að það hafa verið mistök og áætlaður kostnaður hafi verið 100 milljónir króna. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins sé 150 milljónir króna. Hækkunin sé tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira. Vitinn á að koma í stað sjómannaskólavitans. Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna.Átti að ljúka sumar en frestast fram á vor Framkvæmdir við vitann hófust í febrúar og átti þeim að ljúka í júní síðastliðnum. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið nokkuð hægar en gert var ráð fyrir. Í svari skrifstofustjórans kom kemur fram að landgerð og grjótröðun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og nokkur töf varð á því að gengið var til samninga að undangengnu útboði í uppsteypu, frágang og fleira. Stefnt er að því að Vitinn og handrið verði sett upp um miðjan desember næstkomandi en fullnaðar frágangur svæðisins bíður næsta vors. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skilaði inn samantekt á reikningum vegna framkvæmdanna þann nítjánda nóvember síðastliðinn en þar kom fram að samkvæmt stöðu í bókhaldi Reykjavíkurborgar hafa 96 milljónir króna verið gjaldfærðar vegna verkefnisins. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 150 milljónir en var 100 milljónir þegar lagt var af stað með framkvæmdina. Faxaflóahafnir greiða svo 25 milljónir króna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira. Á nýi vitinn að vera með sama útlit og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.Frestuðu málinu Taka átti svarið við fyrirspurn Vigdísar fyrir á fundi borgarráðs í gær en meirihlutinn samþykkti að fresta málinu. Vigdís lét bóka að það sé ekki boðlegt að meirihlutinn geti knúið fram frestun á málum sem eru þeim óþægileg, sér í lagi ef um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni. Meirihlutinn í borgarráði taldi fulla ástæðu til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem besta þekkja til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verði gert á næsta fundi borgarráðs. „Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin,“ bókaði Vigdís að lokum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50 með nýrri fyrirsögn og var upplýsingum um þá upphæð sem hefur verið gjaldfærð vegna verkefnisins í bókhaldi borgarinnar. Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Nýi innsiglingarvitinn við Sæbraut stefnir 50 til 75 milljónum fram úr áætlun. Í upphafi var áætlaður kostnaður við vitann 75 milljónir króna en í svari Reykjavíkurborgar segir að það hafa verið mistök og áætlaður kostnaður hafi verið 100 milljónir króna. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins sé 150 milljónir króna. Hækkunin sé tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira. Vitinn á að koma í stað sjómannaskólavitans. Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna.Átti að ljúka sumar en frestast fram á vor Framkvæmdir við vitann hófust í febrúar og átti þeim að ljúka í júní síðastliðnum. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið nokkuð hægar en gert var ráð fyrir. Í svari skrifstofustjórans kom kemur fram að landgerð og grjótröðun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og nokkur töf varð á því að gengið var til samninga að undangengnu útboði í uppsteypu, frágang og fleira. Stefnt er að því að Vitinn og handrið verði sett upp um miðjan desember næstkomandi en fullnaðar frágangur svæðisins bíður næsta vors. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skilaði inn samantekt á reikningum vegna framkvæmdanna þann nítjánda nóvember síðastliðinn en þar kom fram að samkvæmt stöðu í bókhaldi Reykjavíkurborgar hafa 96 milljónir króna verið gjaldfærðar vegna verkefnisins. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 150 milljónir en var 100 milljónir þegar lagt var af stað með framkvæmdina. Faxaflóahafnir greiða svo 25 milljónir króna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira. Á nýi vitinn að vera með sama útlit og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.Frestuðu málinu Taka átti svarið við fyrirspurn Vigdísar fyrir á fundi borgarráðs í gær en meirihlutinn samþykkti að fresta málinu. Vigdís lét bóka að það sé ekki boðlegt að meirihlutinn geti knúið fram frestun á málum sem eru þeim óþægileg, sér í lagi ef um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni. Meirihlutinn í borgarráði taldi fulla ástæðu til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem besta þekkja til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verði gert á næsta fundi borgarráðs. „Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin,“ bókaði Vigdís að lokum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50 með nýrri fyrirsögn og var upplýsingum um þá upphæð sem hefur verið gjaldfærð vegna verkefnisins í bókhaldi borgarinnar.
Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira