Ofbeldi bak við glanslífið Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2018 19:45 Henny Hermannsdóttir opnar sig í Íslandi í dag. Henny Hermannsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning Miss Young International árið 1970 og við það breyttist allt hennar líf. Hún varð þjóðareign og allir höfðu skoðun á þessari fallegu og sjarmerandi ungu konu sem vann sem dansari með foreldrum sínum Unni Arngrímsdóttur og Hermanni Ragnarssyni. Vala Matt ræddi við Henny í Íslandi í dag í kvöld. Henny varð gríðarlega áberandi og var í öllum fjölmiðlum, blöðum, tímaritum og sjónvarpi. En raunveruleikinn var ekki bara glamúr og glanslíf því bak við tjöldin gerðist ýmislegt miður skemmtilegt.Erfitt að tala um Henny var að gefa út ævisögu sína sem fjölmiðlakonan Margrét Blöndal skrifar, en þar segir Henny meðal annars frá mjög átakanlegum tímabilum ævi sinnar þar sem hún þurfti að þola bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi í mörg ár. „Það var mjög erfitt að segja frá þessu í bókinni,“ segir Henny og heldur áfram.Henny Hermannsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning Miss Young International árið 1970.„Þetta er tímabil sem maður vill helst gleyma og ég hélt alltaf að dagurinn á morgun yrði betri en dagurinn í gær. Eftir því sem dagarnir liðu þá vildi ég bara henda þessu öllu saman aftur fyrir mig og hef aldrei sagt einum né neinum.“ Í dag er Henny enn að glíma við afleiðingar ofbeldisins bæði líkamlega og andlega. Hún fer helst ekki mikið út úr húsi og fer helst ekki í Kringluna eða Smáralindina og sárasjaldan í bíó eða leikhús því þá hellist yfir hana kvíði og hún vill helst af öllu vera bara heima hjá sér í sínu öryggi því henni finnst hún vera svo berskjölduð. Meðan á ofbeldinu stóð leit alltaf allt voðalega vel út á við hjá Henny. „Ég get sagt þér það að ég er ekki góður leikari en þarna var ég mjög góður leikari. Ég var alveg tvær manneskjur. Það var bara brosað og sett á sig meikið til að fela.“ En smám saman er Henny að verða sterkari og máttur þess að segja sögu sína upphátt er undraverður og hún hefur nú að vissu leiti endurheimt völdin í eigin lífi. Hér að neðan má sjá viðtalið við Henny. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Henny Hermannsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning Miss Young International árið 1970 og við það breyttist allt hennar líf. Hún varð þjóðareign og allir höfðu skoðun á þessari fallegu og sjarmerandi ungu konu sem vann sem dansari með foreldrum sínum Unni Arngrímsdóttur og Hermanni Ragnarssyni. Vala Matt ræddi við Henny í Íslandi í dag í kvöld. Henny varð gríðarlega áberandi og var í öllum fjölmiðlum, blöðum, tímaritum og sjónvarpi. En raunveruleikinn var ekki bara glamúr og glanslíf því bak við tjöldin gerðist ýmislegt miður skemmtilegt.Erfitt að tala um Henny var að gefa út ævisögu sína sem fjölmiðlakonan Margrét Blöndal skrifar, en þar segir Henny meðal annars frá mjög átakanlegum tímabilum ævi sinnar þar sem hún þurfti að þola bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi í mörg ár. „Það var mjög erfitt að segja frá þessu í bókinni,“ segir Henny og heldur áfram.Henny Hermannsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning Miss Young International árið 1970.„Þetta er tímabil sem maður vill helst gleyma og ég hélt alltaf að dagurinn á morgun yrði betri en dagurinn í gær. Eftir því sem dagarnir liðu þá vildi ég bara henda þessu öllu saman aftur fyrir mig og hef aldrei sagt einum né neinum.“ Í dag er Henny enn að glíma við afleiðingar ofbeldisins bæði líkamlega og andlega. Hún fer helst ekki mikið út úr húsi og fer helst ekki í Kringluna eða Smáralindina og sárasjaldan í bíó eða leikhús því þá hellist yfir hana kvíði og hún vill helst af öllu vera bara heima hjá sér í sínu öryggi því henni finnst hún vera svo berskjölduð. Meðan á ofbeldinu stóð leit alltaf allt voðalega vel út á við hjá Henny. „Ég get sagt þér það að ég er ekki góður leikari en þarna var ég mjög góður leikari. Ég var alveg tvær manneskjur. Það var bara brosað og sett á sig meikið til að fela.“ En smám saman er Henny að verða sterkari og máttur þess að segja sögu sína upphátt er undraverður og hún hefur nú að vissu leiti endurheimt völdin í eigin lífi. Hér að neðan má sjá viðtalið við Henny.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira