Innlent

Sigurður Atlason fallinn frá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Atlason hafði mikinn áhuga á sögu galdra á Íslandi og báru gestir Galdrasafnsins Sigurði afar vel sögum í ummælum á hinum ýmsu ferðamannasíðum.
Sigurður Atlason hafði mikinn áhuga á sögu galdra á Íslandi og báru gestir Galdrasafnsins Sigurði afar vel sögum í ummælum á hinum ýmsu ferðamannasíðum. Bæjarins Besta
Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasafnsins á Hólmavík, er látinn 57 ára gamall en hann varð bráðkvaddur þann 20. nóvember.

Sigurður hefur staðið að safninu í tæpa tvo áratugi. Galdrasafnið hefur dregið margan ferðamanninn á Hólmavík og hlotið lof gesta. Sigurður lætur eftir sig tvo uppkomna syni.

Útför hans verður gerð frá Hólmavíkurkirkju á föstudaginn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.