Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 09:56 Lokað var fyrir umferð um Kjalarnes í morgun. Vísir/vilhelm Innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs og ferðir Strætó á landsbyggðinni falla einnig niður í dag. Gular og appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á landinu öllu en gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að í fljótu bragði virðist sem veðurspár hafi gengið eftir. Hún gerir ráð fyrir að vind lægi með deginum en veður verður þó áfram mjög vont vestan- og suðaustantil á landinu fram til klukkan 14. Veður á Norðurlandi verður hins vegar áfram slæmt. „En veðrið á Norðurlandi er komið til að vera alveg næsta sólarhringinn og líklega frameftir degi á morgun.“ Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið í dag muni hafa töluverð áhrif á ferðir á landsbyggðinni. Áætlunarferðir úti á landi í dag verða með þessum hætti:Allar ferðir milli Hvolsvallar og Hafnar í Hornafirði falla niður í dag.Allar ferðir með leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar falla niður í dag.Allar morgunferðir með leiðum 78 og 79 í Eyþingi falla niður.Leiðir 51 og 52 aka samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Hvolsvallar í dag.Leið 55 ekur samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þá liggur allt innanlandsflug nú niðri vegna veðurs. Öllu flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst en öðru hefur verið seinkað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Air Iceland Connect munu frekari upplýsingar um innanlandsflug liggja fyrir um klukkan 13:30 í dag Eftirfarandi vegir eru jafnframt lokaðir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni: Þjóðvegur 1 frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni og frá Hvolsvelli að Vik. Á Kjalarnes og á Snæfellsnes við Hraunsmúla, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði Einnig á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi. Hornafjörður Strætó Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs og ferðir Strætó á landsbyggðinni falla einnig niður í dag. Gular og appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á landinu öllu en gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að í fljótu bragði virðist sem veðurspár hafi gengið eftir. Hún gerir ráð fyrir að vind lægi með deginum en veður verður þó áfram mjög vont vestan- og suðaustantil á landinu fram til klukkan 14. Veður á Norðurlandi verður hins vegar áfram slæmt. „En veðrið á Norðurlandi er komið til að vera alveg næsta sólarhringinn og líklega frameftir degi á morgun.“ Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið í dag muni hafa töluverð áhrif á ferðir á landsbyggðinni. Áætlunarferðir úti á landi í dag verða með þessum hætti:Allar ferðir milli Hvolsvallar og Hafnar í Hornafirði falla niður í dag.Allar ferðir með leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar falla niður í dag.Allar morgunferðir með leiðum 78 og 79 í Eyþingi falla niður.Leiðir 51 og 52 aka samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Hvolsvallar í dag.Leið 55 ekur samkvæmt áætlun á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þá liggur allt innanlandsflug nú niðri vegna veðurs. Öllu flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst en öðru hefur verið seinkað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Air Iceland Connect munu frekari upplýsingar um innanlandsflug liggja fyrir um klukkan 13:30 í dag Eftirfarandi vegir eru jafnframt lokaðir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni: Þjóðvegur 1 frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni og frá Hvolsvelli að Vik. Á Kjalarnes og á Snæfellsnes við Hraunsmúla, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði Einnig á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.
Hornafjörður Strætó Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08