Innlent

Stemmningin á Alþingi í morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þingmanna á Alþingi í morgun.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var á meðal þingmanna á Alþingi í morgun.

Þingmenn voru margir hverjir mættir í Alþingishúsið í morgun en ýmsir nefndarfundir voru á dagskrá. Um fátt annað var rætt en ummæli sex þingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins sem náðust á upptöku þar sem þingmennirnir fengu sér í glas á hótelbarnum Klaustri í miðborginni fyrir rúmri viku.

Gunnar Bragi Sveinsson var á meðal þeirra sem létu umdeild ummæli falla en hann hitti Ingu Sæland, sem mátti þola miður falleg orð um sig, á þingi. Þingkonur ákváðu að funda klukkan 11:30 og fara saman yfir málin. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sagði í Bítinu í morgun að mikla kvenfyrirlitningu væri að finna í orðum þingfólksins sem heyra má á upptökunni.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á Alþingi í morgun og náði þessum myndum.

Gunnar Bragi réttir Ingu Sæland sáttarhönd. Vísir/Vilhelm
Silja Dögg Gunnarsdóttir og Inga Sæland fara yfir málin. Vísir/Vilhelm
Oddný Harðardóttir mátti þola ýmis leiðinleg ummæli frá þingmönnum Miðflokksins. Vísir/Vilhelm
Ó nei, gæti Inga Sæland verið að hugsa hér. Vísir/Vilhelm
Ólafur Ísleifsson mætir á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm
Oddný, Inga og Silja Dögg sendu frá sér yfirlýsingu vegna ummælanna. Vísir/Vilhelm
Gunnar Bragi þungt hugsi. Hann íhugar þó ekki að segja af sér. Vísir/Vilhelm
Logi Einarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mögulega farin að velta fyrir sér hvernig stemmningin verði í þingveislunni í kvöld. Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.