Miðflokknum borist fjöldi stuðningsyfirlýsinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 15:15 Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, náðust öll á Klaustursupptökunum. Mynd/Samsett Tveir hafa sagt sig úr Miðflokknum síðan fyrstu fréttir voru fluttar af Klaustursupptökunum svokölluðu í gær. Þetta staðfestir Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að fjöldi stuðningsyfirlýsinga hafi borist flokknum í dag. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. Í upptökunni má heyra þingmennina, sem staddir voru á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, tala með niðrandi hætti um ýmsa samstarfsmenn sína. Áðurnefndir þingmenn Miðflokksins báðust afsökunar á ummælum sínum í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.Hólmfríður Þórisdóttir ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Þ. Ragnarssyni, betur þekktur sem Siggi stormur.Vísir/VilhelmEngar fjöldaúrsagnir Innt eftir því hvort einhverjir hafi sagt sig úr Miðflokknum í kjölfar fréttaflutnings af upptökunum segir Hólmfríður að tvær úrsagnir hafi verið tilkynntar í dag. Þar á meðal er úrsögn Vilborgar G. Hansen en hún sagði sig bæði úr flokknum í dag og hætti sem varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, þar sem hún var fulltrúi Miðflokksins, vegna ummæla flokksfélaganna. „En það er ekki eins og menn eru að halda fram á öðrum miðlum að það séu einhverjar fjöldaúrsagnir úr flokknum, það er ekki rétt,“ segir Hólmfríður.Sjá einnig: Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Þá hafi töluvert borið á því síðasta sólarhringinn að meðlimir sendi forystu flokksins stuðningsyfirlýsingar. „Við höfum fengið nokkrar stuðningsyfirlýsingar frá flokksmönnum, að þeir treysti sinni forystu þrátt fyrir allt. Ég hef ekki tekið það saman en það er ýmist í tölvupósti eða fólk að hringja, og í gegnum Facebook-skilaboð. Það er nokkur fjöldi,“ segir Hólmfríður. „Ég hef bara nánast ekki heyrt neina gagnrýni. En svo veit maður aldrei, þetta er allavega staðan núna.“ Tæplega 1500 manns eru skráðir í Miðflokkinn, sem mældist þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni mældist flokkurinn með 12,1% fylgi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Tveir hafa sagt sig úr Miðflokknum síðan fyrstu fréttir voru fluttar af Klaustursupptökunum svokölluðu í gær. Þetta staðfestir Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að fjöldi stuðningsyfirlýsinga hafi borist flokknum í dag. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. Í upptökunni má heyra þingmennina, sem staddir voru á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, tala með niðrandi hætti um ýmsa samstarfsmenn sína. Áðurnefndir þingmenn Miðflokksins báðust afsökunar á ummælum sínum í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.Hólmfríður Þórisdóttir ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Þ. Ragnarssyni, betur þekktur sem Siggi stormur.Vísir/VilhelmEngar fjöldaúrsagnir Innt eftir því hvort einhverjir hafi sagt sig úr Miðflokknum í kjölfar fréttaflutnings af upptökunum segir Hólmfríður að tvær úrsagnir hafi verið tilkynntar í dag. Þar á meðal er úrsögn Vilborgar G. Hansen en hún sagði sig bæði úr flokknum í dag og hætti sem varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, þar sem hún var fulltrúi Miðflokksins, vegna ummæla flokksfélaganna. „En það er ekki eins og menn eru að halda fram á öðrum miðlum að það séu einhverjar fjöldaúrsagnir úr flokknum, það er ekki rétt,“ segir Hólmfríður.Sjá einnig: Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Þá hafi töluvert borið á því síðasta sólarhringinn að meðlimir sendi forystu flokksins stuðningsyfirlýsingar. „Við höfum fengið nokkrar stuðningsyfirlýsingar frá flokksmönnum, að þeir treysti sinni forystu þrátt fyrir allt. Ég hef ekki tekið það saman en það er ýmist í tölvupósti eða fólk að hringja, og í gegnum Facebook-skilaboð. Það er nokkur fjöldi,“ segir Hólmfríður. „Ég hef bara nánast ekki heyrt neina gagnrýni. En svo veit maður aldrei, þetta er allavega staðan núna.“ Tæplega 1500 manns eru skráðir í Miðflokkinn, sem mældist þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni mældist flokkurinn með 12,1% fylgi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02