Innlent

Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkur landsins

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi.
Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi. Vísir/VIlhelm
Í nýrri könnun sem MRR birti á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina, kemur fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins dalaði um eitt prósentustig frá síðustu mælingum. Flokkurinn mælist þó með mesta fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 19,8 prósent.

Næst kemur Samfylkingin með 16,6 prósent og þar á eftir Miðflokkurinn með 12,1 prósent og Vinstri græn með 11,5 prósent, sem er svipað fylgi og mældist í síðustu könnun.

Píratar töpuðu tveimur prósentustigum og mældust með 11,3 prósent fylgi. 

Einnig kemur fram að stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi en 37,9 prósent sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 43,2 prósent í síðustu mælingu.

Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 8,8% og mældist 7,8% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 7,8% og mældist 9,9% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 7,3% og mældist 5,9% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 4,7% samanlagt.

 

 

Fylgi flokanna.MMR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×