Viðskipti innlent

Hættir í bankaráði Seðlabankans vegna Klaustursupptakna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilborg er greinilega ekki stolt af félögum sínum í Miðflokknum.
Vilborg er greinilega ekki stolt af félögum sínum í Miðflokknum. Vísir/Vilhelm

Vilborg G. Hansen er hætt sem varamaður í bankaráði Seðlabanki Íslands. Vilborg var fulltrúi Miðflokksins í bankaráðinu. Hún segist taka ákvörðun sína eftir að hafa heyrt ummæli þingmanna Miðflokksins sem náðust á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum.

Vilborg, sem er löggiltur fasteignasali, sendi úrsögn sína til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, og Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs, í morgun. Þá segist hún hafa sent úrsögn úr Miðflokknum á flokkinn.

Bréf Vilborgar má sjá að neðan.

Úrsögn úr varamennsku í bankaráði Seðlabankans

Forseti alþingis og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Ég undirrituð segi mig hér með úr varamannsku í bankaráðs Seðlabanka þar sem mér er ómögulegt að styðja lengur þann flokk sem ég sit í umboði fyrir eftir fréttir gærdagsins í Dv og Stundinni.

Vinsamlega staðfestið úrsögn mína.
Með vinsemd og virðingu
Vilborg G HansenAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.