Vinnuvikan ekki eins stutt og SA fullyrðir segir forseti ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2018 13:57 "Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi er mun meiri en áður var talið en í gær var greint frá því að Hagstofan hefði reiknað framleiðni með öðrum hætti nú en áratugum áður. Þannig sagði Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fréttum okkar í gær að nýjust tölur sýndu að framleiðnin væri um 30 prósentum meiri en í fyrri tölum sem OECD hefði birt. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda, að mati Samtaka atvinnulífsins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þessar tölur ekki óvænt tíðindi því þær hafi verið birtar í febrúar síðast liðnum. „Samtök atvinnulífsins vita það jafnvel og við að þetta er vanmat á vinnutíma. Þarna er ekki tekið tillit til þess að fólk er á fastlaunasamningum. Hvernig orlof er reiknað og svo framvegis. Það þarf líka að hafa það í huga að OECD gefur það sérstaklega út að þetta er ekki samanburðarhæft á milli landa. Þar sem löndin eru að nota töluvert mismunandi aðferðafræði,” segir Drífa.Þannig að framleiðni hér er ekki eins góð og þarna er verið að gefa í skyn?Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/Vilhelm„Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Drífa segir það ekki tilviljun að Samtök atvinnulífsins kjósi að draga þessar tölur fram á þessum tímapunkti, en bæði Starfsgreinasambandið og VR hafa birt kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga. „Það hafa verið háværar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Sú krafa stendur óháð þessari framsetningu. Þetta er að sjálfsögðu hluti af því að nú eru kjarasamningar að losna um áramótin og fólk að styrkja sína stöðu með ýmsum ráðum,” segir Drífa. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni fundaði nýlega með ráðherrum vegna þeirra krafna sem snúa að stjórnvöldum. Drífa segir að húsnæðismálin séu stærstu málin sem snúa að stjórnvöldum sem og skattamálin. „Það þarf aðkomu stjórnvalda. Bæði þarf að gefa meira inn í kerfið og áframhaldandi kerfi óhagnaðardrifinna leigufélaga. Síðan þarf að leysa skortinn á húsnæði hérna á Íslandi. Það vantar átta þúsund íbúðir,” segir Drífa Snædal. Kjaramál Tengdar fréttir Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00 OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi er mun meiri en áður var talið en í gær var greint frá því að Hagstofan hefði reiknað framleiðni með öðrum hætti nú en áratugum áður. Þannig sagði Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fréttum okkar í gær að nýjust tölur sýndu að framleiðnin væri um 30 prósentum meiri en í fyrri tölum sem OECD hefði birt. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda, að mati Samtaka atvinnulífsins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þessar tölur ekki óvænt tíðindi því þær hafi verið birtar í febrúar síðast liðnum. „Samtök atvinnulífsins vita það jafnvel og við að þetta er vanmat á vinnutíma. Þarna er ekki tekið tillit til þess að fólk er á fastlaunasamningum. Hvernig orlof er reiknað og svo framvegis. Það þarf líka að hafa það í huga að OECD gefur það sérstaklega út að þetta er ekki samanburðarhæft á milli landa. Þar sem löndin eru að nota töluvert mismunandi aðferðafræði,” segir Drífa.Þannig að framleiðni hér er ekki eins góð og þarna er verið að gefa í skyn?Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/Vilhelm„Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Drífa segir það ekki tilviljun að Samtök atvinnulífsins kjósi að draga þessar tölur fram á þessum tímapunkti, en bæði Starfsgreinasambandið og VR hafa birt kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga. „Það hafa verið háværar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Sú krafa stendur óháð þessari framsetningu. Þetta er að sjálfsögðu hluti af því að nú eru kjarasamningar að losna um áramótin og fólk að styrkja sína stöðu með ýmsum ráðum,” segir Drífa. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni fundaði nýlega með ráðherrum vegna þeirra krafna sem snúa að stjórnvöldum. Drífa segir að húsnæðismálin séu stærstu málin sem snúa að stjórnvöldum sem og skattamálin. „Það þarf aðkomu stjórnvalda. Bæði þarf að gefa meira inn í kerfið og áframhaldandi kerfi óhagnaðardrifinna leigufélaga. Síðan þarf að leysa skortinn á húsnæði hérna á Íslandi. Það vantar átta þúsund íbúðir,” segir Drífa Snædal.
Kjaramál Tengdar fréttir Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00 OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00
OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00