Vinnuvikan ekki eins stutt og SA fullyrðir segir forseti ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2018 13:57 "Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi er mun meiri en áður var talið en í gær var greint frá því að Hagstofan hefði reiknað framleiðni með öðrum hætti nú en áratugum áður. Þannig sagði Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fréttum okkar í gær að nýjust tölur sýndu að framleiðnin væri um 30 prósentum meiri en í fyrri tölum sem OECD hefði birt. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda, að mati Samtaka atvinnulífsins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þessar tölur ekki óvænt tíðindi því þær hafi verið birtar í febrúar síðast liðnum. „Samtök atvinnulífsins vita það jafnvel og við að þetta er vanmat á vinnutíma. Þarna er ekki tekið tillit til þess að fólk er á fastlaunasamningum. Hvernig orlof er reiknað og svo framvegis. Það þarf líka að hafa það í huga að OECD gefur það sérstaklega út að þetta er ekki samanburðarhæft á milli landa. Þar sem löndin eru að nota töluvert mismunandi aðferðafræði,” segir Drífa.Þannig að framleiðni hér er ekki eins góð og þarna er verið að gefa í skyn?Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/Vilhelm„Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Drífa segir það ekki tilviljun að Samtök atvinnulífsins kjósi að draga þessar tölur fram á þessum tímapunkti, en bæði Starfsgreinasambandið og VR hafa birt kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga. „Það hafa verið háværar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Sú krafa stendur óháð þessari framsetningu. Þetta er að sjálfsögðu hluti af því að nú eru kjarasamningar að losna um áramótin og fólk að styrkja sína stöðu með ýmsum ráðum,” segir Drífa. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni fundaði nýlega með ráðherrum vegna þeirra krafna sem snúa að stjórnvöldum. Drífa segir að húsnæðismálin séu stærstu málin sem snúa að stjórnvöldum sem og skattamálin. „Það þarf aðkomu stjórnvalda. Bæði þarf að gefa meira inn í kerfið og áframhaldandi kerfi óhagnaðardrifinna leigufélaga. Síðan þarf að leysa skortinn á húsnæði hérna á Íslandi. Það vantar átta þúsund íbúðir,” segir Drífa Snædal. Kjaramál Tengdar fréttir Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00 OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi er mun meiri en áður var talið en í gær var greint frá því að Hagstofan hefði reiknað framleiðni með öðrum hætti nú en áratugum áður. Þannig sagði Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fréttum okkar í gær að nýjust tölur sýndu að framleiðnin væri um 30 prósentum meiri en í fyrri tölum sem OECD hefði birt. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda, að mati Samtaka atvinnulífsins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þessar tölur ekki óvænt tíðindi því þær hafi verið birtar í febrúar síðast liðnum. „Samtök atvinnulífsins vita það jafnvel og við að þetta er vanmat á vinnutíma. Þarna er ekki tekið tillit til þess að fólk er á fastlaunasamningum. Hvernig orlof er reiknað og svo framvegis. Það þarf líka að hafa það í huga að OECD gefur það sérstaklega út að þetta er ekki samanburðarhæft á milli landa. Þar sem löndin eru að nota töluvert mismunandi aðferðafræði,” segir Drífa.Þannig að framleiðni hér er ekki eins góð og þarna er verið að gefa í skyn?Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/Vilhelm„Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Drífa segir það ekki tilviljun að Samtök atvinnulífsins kjósi að draga þessar tölur fram á þessum tímapunkti, en bæði Starfsgreinasambandið og VR hafa birt kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga. „Það hafa verið háværar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Sú krafa stendur óháð þessari framsetningu. Þetta er að sjálfsögðu hluti af því að nú eru kjarasamningar að losna um áramótin og fólk að styrkja sína stöðu með ýmsum ráðum,” segir Drífa. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni fundaði nýlega með ráðherrum vegna þeirra krafna sem snúa að stjórnvöldum. Drífa segir að húsnæðismálin séu stærstu málin sem snúa að stjórnvöldum sem og skattamálin. „Það þarf aðkomu stjórnvalda. Bæði þarf að gefa meira inn í kerfið og áframhaldandi kerfi óhagnaðardrifinna leigufélaga. Síðan þarf að leysa skortinn á húsnæði hérna á Íslandi. Það vantar átta þúsund íbúðir,” segir Drífa Snædal.
Kjaramál Tengdar fréttir Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00 OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00
OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00