Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 20:08 Verk Banksy var í öndvegi á borgarstjóraskrifstofunni í tíð Jóns. fbl/gva Jón Gnarr hefur látið farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Jón birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur tímum þar sem sjá má mann með slípirokk pússa ytra lagið af álplötunni sem verkið hafði verið prentað á. Myndbandið er stutt, um hálf mínúta, en þar sagði Jón verkið hafið og þakkaði um leið öllum sem hafa tekið þátt. Í myndbandinu heyrist sá sem mundar slípirokkinn tilkynna Jóni að myndin muni ekki einu sinni fara heldur einnig hvítur bakgrunnur á álplötunni. „Já, já,“ svarar Jón og er verkinu haldið áfram. Jón tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði, að höfðu samráði við eiginkonu sína, ákveðið að farga verkinu. Jón hefur verið gagnrýndur fyrir að taka verkið með sér heim af borgarstjóraskrifstofunni eftir að hann lét af embætti, en áður hafði hann greint frá því að Banksy hefði sett það sem skilyrði fyrir gjöfinni að verkið myndi hanga upp á veg skrifstofu borgarstjóra. Jón sagði að hann hefði tekið verkið með sér heim til minningar um borgarstjóratíðina og sagði það ekki eins verðmætt og látið hefur verið að í fjölmiðlum. Sagði hann þetta í raun bara plakat sem hægt væri að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Hann sagðist ætla að farga verkinu því það færði honum enga gleði lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Jón Gnarr deildi á Twitter þar sem myndin er pússuð af plötunni. #Banksy pic.twitter.com/Dgw6fzPJCI— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Jón Gnarr hefur látið farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Jón birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur tímum þar sem sjá má mann með slípirokk pússa ytra lagið af álplötunni sem verkið hafði verið prentað á. Myndbandið er stutt, um hálf mínúta, en þar sagði Jón verkið hafið og þakkaði um leið öllum sem hafa tekið þátt. Í myndbandinu heyrist sá sem mundar slípirokkinn tilkynna Jóni að myndin muni ekki einu sinni fara heldur einnig hvítur bakgrunnur á álplötunni. „Já, já,“ svarar Jón og er verkinu haldið áfram. Jón tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði, að höfðu samráði við eiginkonu sína, ákveðið að farga verkinu. Jón hefur verið gagnrýndur fyrir að taka verkið með sér heim af borgarstjóraskrifstofunni eftir að hann lét af embætti, en áður hafði hann greint frá því að Banksy hefði sett það sem skilyrði fyrir gjöfinni að verkið myndi hanga upp á veg skrifstofu borgarstjóra. Jón sagði að hann hefði tekið verkið með sér heim til minningar um borgarstjóratíðina og sagði það ekki eins verðmætt og látið hefur verið að í fjölmiðlum. Sagði hann þetta í raun bara plakat sem hægt væri að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Hann sagðist ætla að farga verkinu því það færði honum enga gleði lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Jón Gnarr deildi á Twitter þar sem myndin er pússuð af plötunni. #Banksy pic.twitter.com/Dgw6fzPJCI— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09