"Var eiginlega enginn pabbi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2018 15:00 Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson kominn í rekstur. Hann hefur áður starfað í bransanum hjá Fiskikónginum. Handboltakappinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson stendur nú vaktina í eigin fiskbúð í Skipholti. Hann er reyndur í bransanum, hefur starfað í Fiskikónginum við Sogaveg við árabil en undir niðri blundaði draumur um eigin rekstur. Hálfgerð tilviljun réð því þó að Sigfús leiddist út í fisksölu árið 2013. Þá var handboltaferlinum lokið og hann fékk hvergi vinnu, var í fjárhagsvandræðum og seldi m.a. Ólympíusilfrið vegna skulda.Sjá einnig: Sigfús seldi silfrið út af skuldumSigfús kveðst þakklátur Kristjáni í Fiskikónginum að hafa haft trú á sér á sínum tíma, en hann hefur í gegnum tíðina glímt við ýmsa innri djöfla eins og hann orðar það.Þroskandi að verða pabbi í annað sinn „Ég varð pabbi aftur í apríl 2013 og það var svona öðruvísi heldur en með son minn. Þegar hann fæðist ´95 þá var ég í tómu rugli, var í alls konar neyslu og var eiginlega bara hálfgerður skíthæll út á við. Maður var eiginlega enginn pabbi, ég var meira bara svona vinur eða stóri bróðir á tímabili fyrir hann. Svo núna eignast ég dóttur mína og þá er ég meira svona pabbi sko. Það þroskaði mig gríðarlega það ferli allt saman og ég hætti að vera strákurinn sem vildi enga ábyrgð taka í að vilja taka kannski of mikla ábyrgð stundum,“ segir Sigfús. Í dag er hann hins vegar á góðum stað, ánægður með lífið í eigin rekstri og segist lítið sakna áranna í handboltanum. Fiskbúðarrekstur eigi vel við hann, enda bæði mannlegt og krefjandi starf. „Ég er nú ágætlega brosmildur og finnst ekkert leiðinlegt að tala, eins og þú heyrir. Ég veit töluvert mikið um fiskinn, Kristján var náttúrulega með vinnslu líka þar sem ég var að læra og læra og læra og ég er að nýta þá reynslu hérna.“ Rætt verður við Sigfús í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hann m.a. reksturinn, ferilinn, fíknina, ólympíusilfrið sem var selt og hvernig hann breyttist úr strák í boltaleik í fullorðinn ábyrgan einstakling.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Handboltakappinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson stendur nú vaktina í eigin fiskbúð í Skipholti. Hann er reyndur í bransanum, hefur starfað í Fiskikónginum við Sogaveg við árabil en undir niðri blundaði draumur um eigin rekstur. Hálfgerð tilviljun réð því þó að Sigfús leiddist út í fisksölu árið 2013. Þá var handboltaferlinum lokið og hann fékk hvergi vinnu, var í fjárhagsvandræðum og seldi m.a. Ólympíusilfrið vegna skulda.Sjá einnig: Sigfús seldi silfrið út af skuldumSigfús kveðst þakklátur Kristjáni í Fiskikónginum að hafa haft trú á sér á sínum tíma, en hann hefur í gegnum tíðina glímt við ýmsa innri djöfla eins og hann orðar það.Þroskandi að verða pabbi í annað sinn „Ég varð pabbi aftur í apríl 2013 og það var svona öðruvísi heldur en með son minn. Þegar hann fæðist ´95 þá var ég í tómu rugli, var í alls konar neyslu og var eiginlega bara hálfgerður skíthæll út á við. Maður var eiginlega enginn pabbi, ég var meira bara svona vinur eða stóri bróðir á tímabili fyrir hann. Svo núna eignast ég dóttur mína og þá er ég meira svona pabbi sko. Það þroskaði mig gríðarlega það ferli allt saman og ég hætti að vera strákurinn sem vildi enga ábyrgð taka í að vilja taka kannski of mikla ábyrgð stundum,“ segir Sigfús. Í dag er hann hins vegar á góðum stað, ánægður með lífið í eigin rekstri og segist lítið sakna áranna í handboltanum. Fiskbúðarrekstur eigi vel við hann, enda bæði mannlegt og krefjandi starf. „Ég er nú ágætlega brosmildur og finnst ekkert leiðinlegt að tala, eins og þú heyrir. Ég veit töluvert mikið um fiskinn, Kristján var náttúrulega með vinnslu líka þar sem ég var að læra og læra og læra og ég er að nýta þá reynslu hérna.“ Rætt verður við Sigfús í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hann m.a. reksturinn, ferilinn, fíknina, ólympíusilfrið sem var selt og hvernig hann breyttist úr strák í boltaleik í fullorðinn ábyrgan einstakling.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira