Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2018 13:30 Kristófer Davíð Traustason, fyrirliði Léttis, ásamt Ezra Miller. Vísir/Aníta Guðlaug Hollywood-stjarnan Ezra Miller gerði sér lítið fyrir og mætti í 80´s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti síðastliðið laugardagskvöld. Partíið var við það að klárast þegar leikarinn mætti með Íslendingum sem hann þekkir til og hafa tengingu við Kex-hostel í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Haraldsson, leikmaður Léttis, var í partíinu og fékk að taka nokkrar myndir með Miller og ber honum vel söguna. „Þetta er bara gaur sem fúnkerar út um allt. Hann er viðkunnanlegur og maður sá á honum að hann hefur gaman að því að vera til. Það var ekkert vesen á honum, það voru bara við sem vorum með vesenið með því að stara á hann,“ segir Reynir. Leikarinn Ezra Miller.Vísir/Getty Hann segir að þeir sem skipulögðu teitið hefðu verið farnir að huga að frágangi þegar leikarinn gekk inn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sem varði þó ekki lengi. Miller er 26 ára gamall en hann náði að fanga athygli kvikmyndaunnenda með frammistöðu sinni í sálfræðitryllinum We Need To Talk About Kevin sem kom út árið 2011. Hann hefur einnig leikið í myndunum á borð við The Stanford Prison Experiment og gamanmyndinni Trainwreck. Hans stærstu hlutverk eru þó vafalaust í Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. View this post on Instagram Það að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST Íslandsvinir Mál Ezra Miller Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Hollywood-stjarnan Ezra Miller gerði sér lítið fyrir og mætti í 80´s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti síðastliðið laugardagskvöld. Partíið var við það að klárast þegar leikarinn mætti með Íslendingum sem hann þekkir til og hafa tengingu við Kex-hostel í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Haraldsson, leikmaður Léttis, var í partíinu og fékk að taka nokkrar myndir með Miller og ber honum vel söguna. „Þetta er bara gaur sem fúnkerar út um allt. Hann er viðkunnanlegur og maður sá á honum að hann hefur gaman að því að vera til. Það var ekkert vesen á honum, það voru bara við sem vorum með vesenið með því að stara á hann,“ segir Reynir. Leikarinn Ezra Miller.Vísir/Getty Hann segir að þeir sem skipulögðu teitið hefðu verið farnir að huga að frágangi þegar leikarinn gekk inn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sem varði þó ekki lengi. Miller er 26 ára gamall en hann náði að fanga athygli kvikmyndaunnenda með frammistöðu sinni í sálfræðitryllinum We Need To Talk About Kevin sem kom út árið 2011. Hann hefur einnig leikið í myndunum á borð við The Stanford Prison Experiment og gamanmyndinni Trainwreck. Hans stærstu hlutverk eru þó vafalaust í Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. View this post on Instagram Það að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST
Íslandsvinir Mál Ezra Miller Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira