Innlent

Mæla ekki með ferðalögum um helgina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gul viðvörun er víða á landinu um helgina.
Gul viðvörun er víða á landinu um helgina. Veðurstofa Íslands

Ekki viðrar vel til ferðalaga um helgina, þá sérstaklega til fjalla. Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun fyrir laugardaginn sem gildir fram á hádegi á sunnudag. Mælir Veðurstofan með að ferðalangar og rjúpnaskyttur kynni sér viðvörunina sem nær til Vestfjarðar, Norðurlands og Austfjarða. 

Þokkalegasta veður víðast hvar í dag en þó hvessir af norðaustri þegar líður á kvöldið. Norðaustan hvassviðri á morgun, einna hvassast um landið vestanvert, en hægari vindur austantil. 

Þessu fylgir úrkoma, snjókoma eða slydda og ætti að hlána það vel að þá nái að rigna suðaustanlands og á Austfjörðum, allavega á láglendi. Vestantil ætti að vera alveg þurrt á Suðvesturlandi en él víða um landið norðvestanvert. Dregur svo úr vindi og ofankomu um kvöldið. 

Útlit fyrir norðanátt á sunnudag, strekkingsvind og él fyrir norðan, en rigning eða slydda á köflum austast en yfirleitt þurrt syðra. Af þessu má sjá að útivist til fjalla á morgun laugardag er afleit hugmynd og ekki er sunnudagurinn neitt sérstakur, einkum fyrir norðan og austan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.